Vefmyndavél

VÍK á Snapchat

Skellið VÍK á Snap-ið hjá ykkur. Þá getið þið fylgst með þegar við erum að vinna að hinum ýmsu hlutum.

 

vikmx

Klaustur er ekki bara stök keppni heldur helgarviðburður

 

Klaustur helgin

Sumarstarfið er að hefjast í Bolaöldu – vinnudagur og opinn fundur

Pétur Bolaalda (3)

Laugardaginn 30. apríl 2016 verður vinnudagur frá 12:00 – 18:00 uppi á Bolaöldusvæðinu. Grill verður í boði Snæland kl. 15:00 fyrir þá sem koma og leggja hönd á plóg. Barnabrautin verður opin og í fínu standi. Þannig að börnin geta hjólað á meðan mamma og pabbi taka til hendinni.

Helstu verkefni sem liggja fyrst fyrir eru að laga girðingar, hreinsa til á svæði, þrífa húsið og grjóthreinsa nýju brautina. Margar hendur vinna létt verk. Stöndum saman og gerum aðstöðuna okkar frábæra.

Miðvikudaginn 4. maí verður opinn félagsfundur uppi í Bolaölduhúsi kl. 19:00-20:00. Þar geta menn og konur komið með hugmyndir og tekið þátt í þeim störfum sem þarf að sinna á svæðinu.

Pétur Bolaalda (2)

Engin krakkaæfing á morgun sunnudag

Engin krakkaæfing verður á morgun sunnudag þar sem hestakeppni er á sama tíma. Næsta æfing verður því að viku liðinni sunnudaginn 1. maí, en þá munum við halda krakkakeppni og verður það síðasta inniæfingin í vetur. Eftir það munum við fara út. Nánar um það síðar.

Opnar motocrossæfingar – Bolaalda sumarið 2016

Ingvi Björn

Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Ingvi Björn Birgisson verða í samstarfi í sumar. Ingvi Björn verður með opnar æfingar tvö kvöld í viku þar sem hver sem er getur mætt og fengið tilsögn í motocross-i. Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum á milli kl. 19:00 og 20:30. Hægt verður að kaupa sig inn á allar æfingar sumarsins í einu gjaldi og svo verður hægt að kaupa klippikort og mæta á æfingar af og til eins og hentar.

Æfingarnar ættu að hefjast fljótlega upp úr því að svæðið opnar. Við munum auglýsa það vel og rækilega.

Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér kort geta haft samband við Pétur í síma 693-3777.

Ingvi Björn er flestu motocross-áhugafólki kunnur, en fyrir þau sem hafa ekki heyrt af honum er hérna það helsta sem hann hefur afrekað:

2008
1. sæti í Jónsmessumóti í MX (motocross) 85cc flokk.
5. sæti í Íslandsmóti í MX 85cc flokk þar sem Ingvi tók þátt í 4 keppnum af 5.

2009
Besti nýliði í enduro 2009.
2. sæti í Íslandsmótinu í enduro – 85cc flokk
3. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk (samanlagt tví- og fjórgengishjól)
1. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk – tvígengishjól

Lesa meira af Opnar motocrossæfingar – Bolaalda sumarið 2016

Grjót-F******-Hart-Euro-Enduro – Hella 14.5.2016

Hella2015

Fyrsta umferðin í enduro fer fram á Hellu 14. maí 2016. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi keppni er haldin þarna í þessari mynd.

Hellusvæðið er vel þekkt fyrir sínar torfærukeppnir. Það ættu ansi margir að tengja við mýrina og ánna þó að minningin innihaldi misjöfn nöfn. Það væru nöfn á borð við Árna Kópsson, Gísla G. Jónsson, Jón Ingileifsson eða Guðbjörn Grímsson. Þess má einmitt geta að helgina á undan er torfærukeppni á Hellu. Þannig að ef fólk vill sjá svæðið áður en það skráir sig til leiks í enduro er um að gera að skella sér á torfærukeppni og skoða brekkurnar í leiðinni. Mýrin og áin eru nú ekki hluti af endurobrautinni en það er svakalega flott að sjá bíla á borð við Kötlu spreyta á ánni og mýrinni. Skráningin í endurokeppnina er opin fram yfir þá helgina.

Keppt er í mismunandi aldursflokkum sem keyrðir eru 2 x 45 mínútur yfir daginn. Svo er keppt í meistaraflokk og tvímenningsmeistaraflokk sem keyrðir eru 2 x 90 mínútur yfir daginn.

Jóhanna Guðrún mun starta keppendum. (samt ekki)

Páll Óskar mun skemmta á milli umferða. (samt ekki)

Bræðurnir Olsen munu svo skemmta í verðlaunaafhendingunni. (samt ekki)

Brautin er að miklu leyti sandur og að smá hluta vegur og graslendi. Mikið er um brekkur sem er gaman að eiga við og eru góð æfing fyrir þau sem langar að bæta sig í hjólamennskunni.

Skráðu þig á Hellu og komdu hjólasumrinu almennilega í gang. Þú finnur ekki skemmtilegri leið til þess að verja deginum áður en þú skellir þér í Eurovision-partý. Þú verður alla veganna með skemmtilegasta svarið við: ,,Hvað gerðir þú svo í dag?“

Skráning er hafin á vef MSÍ.

Við viljum þó minna á að ALLUR akstur á svæðinu fyrir og eftir keppni er STRANGLEGA BANNAÐUR. Þannig að nýtið tækifærið til þess að hjóla þarna og takið þátt í enduro-inu.

Síða 15 af 939« Fyrsta...1314151617...2040...Síðasta »