Vinna fer vel af stað. Næsti vinnudagur 8.5.2016

Vinnukvöld 040516 01

Við viljum enn og aftur þakka þeim sem komu og lögðu hönd á plóg í Bolaöldu núna á miðvikudagskvöldið. Síðasta snjónum var mokað úr eldri brautinni (sem enn hefur ekki fengið fast nafn (tillögur að nöfnum vel þegnar)) og Pétur segir að 10.000 steinar hafi verið fjarlægðir úr nýja sköpunarverkinu (sem einnig óskar eftir nafni).

Við ætlum að halda áfram. Pétur segir að það séu aðrir 10.000 steinar að hvíla sig í nýja sköpunarverkinu sem megi flytja sig um set. Þeir gera það klárlega ekki sjálfir. Núna á sunnudaginn ætlum við að taka næstu rispu og ætlum við að vera á svæðinu á milli 15:00 og 19:00. Það þarf ekki að mæta á slaginu og vera til 19:00 á slaginu. Allt framlag er vel þegið og hjálpar bara til að gera svæðið betra og skemmtilegra. Húsið var allt þrifið um daginn og dúkurinn í húsinu hefur verið bónaður þannig að það lítur mjög vel út.

Svæðið er ekki tilbúið enn fyrir hjól, en það styttist óðum í það. Sérstaklega þar sem snjórinn er kominn úr brautinni og búið er að herfa fyrstu umferð.

Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndir frá síðasta vinnudegi.

 

Sjáumst í Bolaöldu á sunnudaginn.

Vinnukvöld 040516 03

Vinnukvöld 040516 02 Vinnukvöld 040516 04 Vinnukvöld 040516 05

Skildu eftir svar