Aðeins meira…

Pétur Boló 080516 01

Á sunnudaginn var meira grjót týnt úr nýju brautinni (sem er enn nafnlaus). Í leiðinni taldi Pétur aftur og sá þá að það voru meira en 10.000 steinar eftir sem þýðir að það vantar aðeins upp á herslumuninn þar. Þannig að Pétur ætlar að skella sér upp eftir einu sinni enn og það núna á miðvikudaginn 11.5.2016 upp úr kl. 18:00. Þannig að eins og fyrr þá eru allir þeir sem hafa áhuga velkomnir á svæðið til þess að hjálpa til. Þessari törn verður svo fagnað með opnun motocross-brautanna. Við munum auglýsa það betur en það stefnir í að við munum opna þær núna á sunnudaginn 15. 5. 2016.

Að því sögðu minnum við enn og aftur á Hellu. Koma svo, skrá sig!

Pétur Boló 080516 02 Pétur Boló 080516 03 Pétur Boló 080516 04

Skildu eftir svar