Krakkakeppni í dag – Mæting kl 17:45

Í dag fer fram síðasta æfingin í Reiðhöllinni og því ætlum við að klára þetta með því að halda keppni.

Keppnin verður með sama sniði og venjulega, það verða þrír flokkar, 50, 65 og 85cc. Allir flokkar byrja á upphitun og taka svo 2 moto.

Eftir keppni býður Snæland Video uppá grill og fá allir keppendur medalíur.

Mæting er fyrir alla þátttakendur kl 17:45 og byrjum við stundvíslega kl 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kv.

Gulli og Helgi Már

VÍK á Snapchat

Skellið VÍK á Snap-ið hjá ykkur. Þá getið þið fylgst með þegar við erum að vinna að hinum ýmsu hlutum.

 

vikmx

Klaustur er ekki bara stök keppni heldur helgarviðburður

 

Klaustur helgin

Sumarstarfið er að hefjast í Bolaöldu – vinnudagur og opinn fundur

Pétur Bolaalda (3)

Laugardaginn 30. apríl 2016 verður vinnudagur frá 12:00 – 18:00 uppi á Bolaöldusvæðinu. Grill verður í boði Snæland kl. 15:00 fyrir þá sem koma og leggja hönd á plóg. Barnabrautin verður opin og í fínu standi. Þannig að börnin geta hjólað á meðan mamma og pabbi taka til hendinni.

Helstu verkefni sem liggja fyrst fyrir eru að laga girðingar, hreinsa til á svæði, þrífa húsið og grjóthreinsa nýju brautina. Margar hendur vinna létt verk. Stöndum saman og gerum aðstöðuna okkar frábæra.

Miðvikudaginn 4. maí verður opinn félagsfundur uppi í Bolaölduhúsi kl. 19:00-20:00. Þar geta menn og konur komið með hugmyndir og tekið þátt í þeim störfum sem þarf að sinna á svæðinu.

Pétur Bolaalda (2)

Engin krakkaæfing á morgun sunnudag

Engin krakkaæfing verður á morgun sunnudag þar sem hestakeppni er á sama tíma. Næsta æfing verður því að viku liðinni sunnudaginn 1. maí, en þá munum við halda krakkakeppni og verður það síðasta inniæfingin í vetur. Eftir það munum við fara út. Nánar um það síðar.

Opnar motocrossæfingar – Bolaalda sumarið 2016

Ingvi Björn

Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Ingvi Björn Birgisson verða í samstarfi í sumar. Ingvi Björn verður með opnar æfingar tvö kvöld í viku þar sem hver sem er getur mætt og fengið tilsögn í motocross-i. Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum á milli kl. 19:00 og 20:30. Hægt verður að kaupa sig inn á allar æfingar sumarsins í einu gjaldi og svo verður hægt að kaupa klippikort og mæta á æfingar af og til eins og hentar.

Æfingarnar ættu að hefjast fljótlega upp úr því að svæðið opnar. Við munum auglýsa það vel og rækilega.

Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér kort geta haft samband við Pétur í síma 693-3777.

Ingvi Björn er flestu motocross-áhugafólki kunnur, en fyrir þau sem hafa ekki heyrt af honum er hérna það helsta sem hann hefur afrekað:

2008
1. sæti í Jónsmessumóti í MX (motocross) 85cc flokk.
5. sæti í Íslandsmóti í MX 85cc flokk þar sem Ingvi tók þátt í 4 keppnum af 5.

2009
Besti nýliði í enduro 2009.
2. sæti í Íslandsmótinu í enduro – 85cc flokk
3. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk (samanlagt tví- og fjórgengishjól)
1. sæti í Íslandsmóti í MX – 85cc flokk – tvígengishjól

Lesa áfram Opnar motocrossæfingar – Bolaalda sumarið 2016

Bolalada