Hey þú. Já þú! Klukkan tifar…

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Þessi féll ekki á tíma. Án alls vafa þýðir það samt ekki að hann hafi ekki fallið…

Tíminn flýgur heldur betur þessa dagana sem aldrei fyrr. Þið munið hvað sagt er, „time’s fun when you’re having flies“, eða eitthvað. Hella er víst bara eftir viku og það eru bara örfáir skráðir. Þannig að þú ert greinilega ekki búin/n að skrá þig. Ef þú skrappst á torfæruna til þess að skoða svæðið fyrst, þá ertu í góðum málum og tilbúin/n að skrá þig. Annars sýnist mér mörg bara vera að gleyma þessu. Skráningin er að vanda í gegnum síðu MSÍ. Þar má einnig finna dagskránna sem verður núna með sama sniði og í fyrra.  (linkurinn virkar ekki tímabundið, þetta verður uppfært þegar það verður virkt).

Ef þið eruð að fara að keppa í fyrsta skiptið og þekkið ekki ferlið skuluð þið leita til ykkar félags. VÍK heldur utan um þessa tilteknu keppni en þetta er hluti af Íslandsmótinu og eru að sjálfsgöðu meðlimir allra félaga velkomnir í þetta mót. Ef VÍK er ykkar félag og þið eruð í einhverju basli skuluð þið senda póst á vik@motocross.is.

Hafið graðar hendur því að skráningunni lýkur á þriðjudagskvöldið.

Koma svo! ,,When you’re racing, you’re living. Everything else is just waiting.“ Égmanekkihver

Skildu eftir svar