„Race police“ / keppnislögregla óskast.

Pálmar lögga

Núna á laugardaginn, 14.5.2016, verðum við með fyrstu umferð ársins í enduro á Hellu. Ef þú hefur áhuga á að koma að svona keppni með einhverju öðru móti en að keppa, þá ertu velkomin/n í „race police“. Á meðan keppni stendur erum við með brautarverði á víð og dreif sem sjá til þess að allt fari rétt og vel fram. Fylgjast þarf með því hvort að keppnisskapið fari nokkuð fram úr hófi hjá keppendum og því að brautarmerkingar séu enn að sinna sínu hlutverki og að þær séu virtar. Í leiðinni færðu nóg af súrefni í lungun, bestu áhorfandasjónarhornin og tækifæri til þess að hjóla um þetta svæði sem annars er lokað fyrir umferð torfæruhjóla. Þú þarft að mæta á Hellu, með hjólið þitt, áður en keppni hefst og þá er farið yfir verkskipulagið og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

Ef þú hefur áhuga á að mæta og aðstoða okkur við keppnishaldið núna á laugardaginn, þá geturðu sent póst á vik@motocross.is, hringt í mig í síma 866-9035 eða talað við einhvern í stjórn félagsins ef þú þekkir einhvern þar.

Kveðja,

Sigurjón Snær Jónsson

Skildu eftir svar