Vinnukvöld 4. maí 2016

Pétur Bolaalda (3)

Á laugardaginn fór fram fyrsti vinnudagurinn í Bolaöldu. Við í VÍK viljum þakka þeim 8 sem mættu á svæðið og tóku til hendinni. Húsið var þrifið og fengu brautirnar að finna fyrir nýja herfinu sem snillingurinn hann Daði smíðaði fyrir félagið.

Á morgun dettur svo inn fyrsta reglulega vinnukvöldið uppi í Bolaöldu. Pétur og Össi verða mættir á svæðið um kl. 17:00 og hefja störf þá. Um 20:00 verður svo óformlegur fundur í húsinu upp frá þar sem sumarið, svæðið og sportið verða rædd. Þannig að allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu á svæðinu eru hjartanlega velkomnir. Einungis er hægt að hjóla í barnabrautinni að svo stöddu þar sem annar jarðvegur er ekki tilbúinn fyrir hjólerí.

Verkefni númer 1 á morgun verður að grjóthreinsa nýju brautina. Ef þig langar að bæta æðislegri braut við í safnið skaltu mæta og aðstoða við að gera hana alveg geggjaða.

Sjáumst í Bolaöldu.

Skildu eftir svar