Harðir Naglar að hjóla í kvöld og lýstu upp kvöldhimininn

Það voru engir aukvissar sem skelltu sér á ísinn í kvöld.

Enda svo sem ekkert til að hvarta undan, frábært veður, flottir félagar og flottur útbúnaður á mönnum. Þessir naglar eru búnir að útbúa sig einstaklega vel. Það eru alvöru hjálmaljós, öryggisblikkljós aftan á hjálmunum og að sjálfsögðu öryggisádrepari á öllum hjólum. Flottir kappar.

Lesa áfram Harðir Naglar að hjóla í kvöld og lýstu upp kvöldhimininn

Krakkaæfingar í Reiðhöllinni Víðidal.

Það voru flottir krakkar sem mættu á æfingu hjá Gulla, Helga og Aroni í dag.
Strákarnir gerðu fullt af flottum æfingum fyrir þau og allir höfðu gaman af. Eina sem mætti setja útá er hversu fáir mættu á æfinuna. Vonandi verður betri mæting á næstu æfingar þannig að hægt veri að halda þessu frábæra strafi áfram í allan vetur.
Afsakið myndgæðin.

Fjör á Hafravanti í dag 11.12.11

Fjör á Hafravatni
Það er ekki að sjá að hjólafólk sé undir sæng þó að það sé vetur úti. Nokkrir svellkaldir nýta sér ísinn einns mikið og mögulegt er. Einnig hefur heyrst af nokkrum ferskum rúllandi um á ísnum að kvöldlagi. Heyrst hefur að þar sé talið  um að ræða geimverur eða Kötlu, en þar eru víst um að ræða nokkra vel upplýsta mótorhjólamenn að stunda æfingar á ís að kvöldlagi.
Óli G.

Landsmót UMFÍ 50+ 2012

 

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ í júní næsta sumar og langaði okkur hjá Motomos og UMSK að athuga hvort áhugi væri á motocrosskeppni 50+.  Þeir sem væru tilbúnir að keppa í slíkri keppni vinsamlegast sendið póst á motomos@internet.is eða hringið í síma 696-9105.

Kveðja Guðni

Krakkaæfingar

Minnum á krakkaæfingar á morgun Sunnudag í Reiðhöllinni Víðidal kl 16-17 minni og 17-18 stærri (85-150cc). Allir velkomnir á aldrinum 3-15 ára! Hlökkum til að sjá ykkur Gulli & Helgi Már

4 vikur í Supercrossið !

Ameríska Supercrossið byrjar nýtt tímabil eftir aðeins fjórar vikur. Að venju verður fyrsta keppni ársins á Anaheim leikvanginum í Los Angeles en alls verða þrjár keppnir á vellinum fyrstu vikurnar. Fyrsta keppnin gengur undir nafninu A1, alls eru umferðirnar 16 um öll Bandaríkin.

Í ár virðist spennan vera í sögulegu hámarki þar sem James Stewart mun mæta aftur til leiks og það verður virkilega gaman að fylgjast með James Stewart og Chad Reed á komandi tímabili en þeir ná ílla saman þar sem alltaf virðist eitthvað drama poppa upp á milli þeirra. Lesa áfram 4 vikur í Supercrossið !

Bolalada