4 vikur í Supercrossið !

Ameríska Supercrossið byrjar nýtt tímabil eftir aðeins fjórar vikur. Að venju verður fyrsta keppni ársins á Anaheim leikvanginum í Los Angeles en alls verða þrjár keppnir á vellinum fyrstu vikurnar. Fyrsta keppnin gengur undir nafninu A1, alls eru umferðirnar 16 um öll Bandaríkin.

Í ár virðist spennan vera í sögulegu hámarki þar sem James Stewart mun mæta aftur til leiks og það verður virkilega gaman að fylgjast með James Stewart og Chad Reed á komandi tímabili en þeir ná ílla saman þar sem alltaf virðist eitthvað drama poppa upp á milli þeirra.
Ef við lítum á keppendalistann fyrir komandi tímabil þá eru nokkrir ökumenn sem að standa uppúr:

Andrew Short: Er kominn aftur yfir til Honda Racing og mun keyra fyrir Brooks/McGrath Honda sem er í eigu Jeremy McGrath. Short er virkilega stabíll ökumaður og maður veit aldrei við hverju er að búast af honum.

Ryan Dungey: Maðurinn sem allir tala um þessa dagana. Tapaði AMA Outdoors titlinum með nokkrum stigum til Ryans Villopoto en þeir tveir hafa verið algjörlega í sérflokki. Ryan Dungey keyrir fyrir TeamKTM/RedBull árið 2012 og er kominn aftur til liðs við Roger DeCoster, þeir félagar eru sennilega búnir að vinna heimavinnuna þar sem markmiðið er að koma KTM á verðlaunapall í öllum keppnum vetrarins.

Ryan Villopoto: The man to beat! Já þessi drengur vann ALLT sem hægt var að vinna árið 2011. Ótrúlegur drengur sem er með allt under control. Hann hefur keyrt fyrir Kawasaki frá því að hann man eftir sér og engar breytingar eru á því næstunni.

Chad Reed: “Fyrsta árið með mitt eigið lið hefur verið frábært og draumar mínir halda áfram að rætast. Ég ætla að mæta til Vegas til að hirða titilinn í vor” Chad Reed er maðurinn sem allir voru búnir að afskrifa, það vildi enginn fá hann til sín árið 2011 þannig að hann stofnaði sitt eigið lið TwoTwoMotorsports sem er orðið að Factory Honda liði daginn í dag. Reed hefur virkilega sannað sig á þessu ári og gaman verður að sjá hvað gerir á komandi tímabili.

James Stewart: “Það er ekkert auðvelt að vinna titla og ég veit allt um það. Ég hef unnið ötullega með liðinu síðustu viku til að ná einu markmiði – að vinna, ég er ekki að koma með comeback, ég hætti aldrei“ Já það verður fróðlegt að fylgjast með Stewart í vetur en hann hefur yfirleitt verið kallaður „hraðasti ökumaður heimsins“ en Villopoto tók það af honum á liðnu tímabili og Stewart er hungraður að ná því til baka.

Supercross liðin árið 2012:
Monster Energy Kawasaki
Ryan Villopoto

Jake Weimer

Red Bull KTM
Ryan Dungey
Ken Roczen
(Lites)
Marvin Musquin
(Lites)

Factory Suzuki
Brett Metcalfe

Dodge Motorsports/Hart & Huntington
Ivan Tedesco
Josh Hill
Kyle Partridge
Josh Hansen

TwoTwo Motorsports Honda
Chad Reed

Rockstar Energy Drink Suzuki
Blake Wharton
(Lites)
Jason Anderson
(Lites)
Martin Davalos
(Lites)
Hunter Hewitt
(Lites)

Joe Gibbs Racing Yamaha
James Stewart
Davi Millsaps

MotoConcepts
Mike Alessi
Jeff Alessi
Tommy Weeck
(Lites)
Jake Canada (Lites)

Muscle Milk/American Honda
Justin Brayton

Trey Canard

GEICO Honda
Kevin Windham
Eli Tomac
(Lites)
Justin Barcia
(Lites)
Wil Hahn
(Lites)
Justin Bogle (Lites)
Jimmy DeCotis (Lites)

Monster Energy Pro Circuit Kawasaki

Blake Baggett
(Lites)
Dean Wilson
(Lites)
Tyla Rattray
(Lites)
Darryn Durham
(Lites)
Broc Tickle

 

Rockstar Valli/Star Racing Yamaha
Ryan Morais

Nico Izzi

Austin Stroupe
Kyle Cunningham
(Lites)
Gareth Swanepoel
(Lites)
Ryan Sipes
(Lites)
Kyle Peters (Lites)

JDR J-Star KTM
Malcolm Stewart
(Lites)
PJ Larsen
(Lites)
Matt Moss (Lites)
Ryan Marmont (Lites) // East

Brooks/McGrath Honda
Andrew Short

Jeff Ward / Mike Kranyak Racing
Josh Grant
Kyle Chisholm

Troy Lee Designs/ Lucas Oil / Honda
Christian Craig
(Lites) // 450 Outdoors
Travis Baker
(Lites)
Cole Seely
(Lites)

BTOSports.com / BBMX / Palmetto Suzuki
Michael Byrne
Jason Thomas
Jimmy Albertson

Ryan Dungey til liðs við KTM
James Stewart JGR Yamaha

Skildu eftir svar