Harðir Naglar að hjóla í kvöld og lýstu upp kvöldhimininn

Það voru engir aukvissar sem skelltu sér á ísinn í kvöld.

Enda svo sem ekkert til að hvarta undan, frábært veður, flottir félagar og flottur útbúnaður á mönnum. Þessir naglar eru búnir að útbúa sig einstaklega vel. Það eru alvöru hjálmaljós, öryggisblikkljós aftan á hjálmunum og að sjálfsögðu öryggisádrepari á öllum hjólum. Flottir kappar.

3 hugrenningar um “Harðir Naglar að hjóla í kvöld og lýstu upp kvöldhimininn”

  1. Flottir, fór sjálfur á hafravatn í gær og hafði gaman af…
    Ein spurning samt, hvaða nagla eru menn að nota ?
    Sjálfur er ég með skrúfur sem seldar eru í JHM og Pukanum allavega en er ekki alveg sáttur við gripið að aftan. Var með einum í gær sem skrúfaði í gegnum dekkið innan frá og nær hann mun betra gripi en ég. Er algjör nýgræðingur í þessum ísaksti og vantar smá innsýn.

  2. Þessir guttar eru allir á verksmiðjuframleiddum dekkjum (trellum)
    Þau gefa akkurat gripið sem við sækjum í, ekki of mikið og ekki of lítið og það sem meira er, allir eru á eins útbúnaði þannig að enginn hefur forskot á annan;) Ps dekk skrúfuð innanfrá og út gefa mikið meira grip en þessi.

Skildu eftir svar