Vefmyndavél

Íslendingur í Erzberg Rodeo 2012

Frá startinu í Erzberg

Um helgina verður árlega Erzberg enduro keppnin í Austurríki, sem er talin með þeim erfiðustu í heimi. Þetta árið verður Íslendingur (nánar til tekið Vestmannaeyingur) í keppninni í fyrsta sinn þ.e. Benóný Benónýsson sem keppir þar á GasGas 300ec fyrir Team Frændi/Háiskáli.

Keppnin byrjar í dag með RockedRide (brekkuklifur upp 3 brekkur) og svo er Prolog (tímataka) á morgun og á laugardaginn fyrir aðal keppnina sem er á sunnudaginn.

1500 manns eru skráðir í keppnina og af þeim fara 500 í aðalkeppnina á sunnudaginn,r eiknað er með yfir 45000 áhorfendum. Það verða flestir HardEnduro ökumenn heimsins í keppninni t.d.David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton, já og svo Binni náttúrulega.

Það er hægt að fylgjast með Binna á síðunni hans :http://erzberg.blogspot.com/ og svo verður keppnin sýnd beint á http://www.redbull.tv/Redbulltv kl. 10:00 á Íslenskum tíma á sunnudaginn.

4 comments to Íslendingur í Erzberg Rodeo 2012

 • skadi

  djöfullsins snillingur!! ÖFUND……
  gangi þer vel með þetta verkefni kv Daði

 • finnurb

  brill ….
  ein spurning ..veit einhver hvernig staðan er á ECC á Akureyri. Ekki hægt að skrá sig ..er þetta off ?

 • Sæll, veit ekki annað en að ECC á Akureyri verði haldið eins og til stóð og Msí vefurinn/skráningin er í góðu lagi. Prófaðu bara aftur. Kv. Keli

 • sjens

  Getur ekki verið að ruglingurinn stafi af því að síðasti skráningardagur sé 05.06.2012 sem er liðinn og einungis 2 skráðir.

Leave a Reply