Vefmyndavél

Hágæða slóðakerfi á Íslandi

Í Morgunblaðinu í dag er áhugavert viðtal við Russ Ehnes, framkvæmdastjóra bandarísku hagsmunasamtakanna National Off Highway Vehicle Conservation council(NOHVCC), en hann var staddur hér á landi í vikunni sem leið.
En þess má geta Íslendingar hafa þrisvar mætt á árlega ráðstefnu NOHVCC í USA til að fræðast um slóða og aðferðarfræði þeim tengdum.

Greinina má nálgast hér

Eldri grein um NOHVCC eftir Hjört L. Jónsson, hér

Opinn fundur um slóðamál

Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka

Rauðu línurnar tákna slóða sem ætlunin er að loka

Þriðjudaginn 29. september, kl. 20:00, mun Russ Ehnes, framkvæmdastjóri NOHVCC, segja okkur upp og ofan af slóðamálum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa um 30 ára forskot á okkur í skipulagningu slóða og hafa náð mælanlegum árangri í að sætta sjónarmið þeirra sem vilja aka og þeirra sem vilja takmarkanir. Þetta málefni er sérstaklega heitt um þessar mundir hér á Íslandi eftir að spurðist út að Ásahreppur væri með á teikniborðinu verulegar lokanir slóða við Veiðivötn, Þórisvatn og Jökulheima (sjá nánar umræðu á spjalli 4×4).  Russ kemur til með að halda um klukkutíma fyrirlestur um þessi mál.   Einnig verður kynning á ljósabúnaði frá AMG Aukaraf, en Ásgeir Örn verður á staðnum og gefur góð ráð.
Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu (Bændahöllinni – gengið inn gengt Þjóðarbókhlöðunni), 3. hæð til hægri þegar lyftan er tekin upp.

Athugið að fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa.

98 dB

Í flestöllum þeim löndum sem við miðum okkur við hafa verið teknar upp reglur um leyfilegan hámarks hávaða frá mótorhjólum. Rökin fyrir því að setja reglur af þessu tagi eru í mínum huga aðallega tvíþætt.

· Að vernda heyrn keppenda, aðstoðarmanna, starfsmanna á keppnum og áhorfenda.

· Að draga úr hávaðamengun í umhverfinu sem er þyrnir í augum almennings í landinu.

Reglur um leyfilegan hámarkshávaða frá útblástursröri mótorhjála er að finna í motocross- og enduro-reglum MSÍ. Í reglum MSÍ segir Lesa meira af 98 dB

Borað fyrir vatni á Álfsnesi

alfsnes_kort

Upphaflega Álfsnes teikningin

Nú stefnir allt í það að Álfsnes toppi á réttum tíma. Mikil vinna hefur verið lögð í brautina á undanförnum vikum og nú lítur allt úr fyrir að hún verði í frábæru formi á næsta laugardag þegar Íslandsmótið verður haldið þar.

Brautin hefur verið þurr í hitanum að undanförnu en á mánudaginn verður borað fyrir vatni sem notað verður til að vökva brautina. Reiknað er með að ekki þurfi að bora mikið niður fyrir sjávarmál og hafa rannsóknir sýnt að þar sé nóg af vatni. Fyrir keppnina verður notast við haugsugu til að vökva brautina en vonandi í framtíðinni verður sett upp vökvunarkerfi.

Í sumar voru keyrð 250 stór vörubílshlöss af trjáspæni í brautina til að geta haldið jafnari raka í brautinni yfir allt sumarið og nú kemur loksins vatnið til að setja í hana.

Aðstaðan á svæðinu var einnig stórbætt og er komið nýtt hús í staðinn fyrir það sem fauk í vetur. Auk þess er þetta hús á steyptum sökklum svo var sett rotþró og komið er klósett og rafmagn í kofann. Við startið var settur 40 feta gámur.

Brautin verður opin fram á miðvikudag en unnið verður í henni fimmtudag og föstudag (hún verður tekin algerlega í gegn).

Hávaðamæling mótorhjóla

 
1. & 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro fór fram í Bolaöldu 16.05.2009 Skoðunarmenn MSÍ völdu keppnishjól af handahófi í hljóðmælingu en samkvæmt reglum MSÍ er hámarks hávaði keppnishjóls 98dB. 8 hjól voru yfir mörkum af 19 sem er ekki ásættanlegt. Keppnishjól verða hávaðamæld á öllum keppnum á vegum MSÍ í sumar. Keppendur sem eru með of hávær hjól geta átt von á því að fá ekki skoðun / rásleyfi ef hjólin standast ekki mælingu.
Hér að neðan má sjá lista yfir þau keppnishjól sem skoðuð voru og niðurstöður mælinga. Lesa meira af Hávaðamæling mótorhjóla

Slóðar í Bolaöldu opnir

Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu.  Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf.   Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði.  Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður.  Minnkið frekar hraðann og læðist yfir.  Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa meira af Slóðar í Bolaöldu opnir

Síða 5 af 13« Fyrsta...34567...Síðasta »