98 dB

Í flestöllum þeim löndum sem við miðum okkur við hafa verið teknar upp reglur um leyfilegan hámarks hávaða frá mótorhjólum. Rökin fyrir því að setja reglur af þessu tagi eru í mínum huga aðallega tvíþætt.

· Að vernda heyrn keppenda, aðstoðarmanna, starfsmanna á keppnum og áhorfenda.

· Að draga úr hávaðamengun í umhverfinu sem er þyrnir í augum almennings í landinu.

Reglur um leyfilegan hámarkshávaða frá útblástursröri mótorhjála er að finna í motocross- og enduro-reglum MSÍ. Í reglum MSÍ segirHávaði frá útblástursröri skal ekki vera meiri en 98 db”. MSÍ hefur yfir að ráða sérstökum búnaði til að mæla hávaða. Í endurokeppni í Bolöldu 16.maí sl. voru 19 hjól tekin í hljóðmælingu og af þeim voru 8 sem ekki stóðust reglur um leyfilegan hámarkshávaða (98 db). Niðurstaðan var sem sagt sú þann 16. maí sl. að yfir 40 % keppnistækjanna, sem mæld voru, stóðst ekki reglur um búnað og hefði átt að vera vísað úr keppni. Hjá MSÍ var vilji til að sýna málinu ákveðinn skilning fyrst um sinn þar sem reglurnar eru jú nýjar og eðlilegt að gefa einhvern aðlögunartíma. Nú þegar þetta er skrifað hafa verið haldnar 5 keppnir síðan mælingarnar voru gerðar þann 16. maí í Bolöldu þar sem niðustöðurnar voru kynntar.

Hávaðamengun frá hjólunum okkar vinnur almennt gegn okkur og má segja kveikjan að þessum skrifum mínum núna sé sú að ég hef undanfarið orðið var við talsvert neikvæða umræðu á meðal fólks um vélhjólaíþróttir vegna hávaða. Ég tel að þessi neikvæða umræða vegna hávaða sé áhyggjuefni fyrir okkur.

Reglur MSÍ um hámarkshávaða (98 db) eru mikilvægt skref í rétta átt og velti ég þvi fyrir mér hvort ekki sé rétt að lýta svo á að aðlögunartíminn sé liðinn, byrja að mæla hávaða frá hjólum á öllum keppnum og visa þeim sem ekki standast reglur frá keppni.

Haraldur Ólafsson

5 hugrenningar um “98 dB”

  1. Það er engin spurning í mínum huga að við eigum að fara eftir þessum reglum, eins og Haraldur segir þá fáum við mjög neikvæða umræðu um okkar sport að stórum hluta til vegna hávaða.
    Gerum hjólin hljóðlátari það hefur engin áhrif á orku nema þá helst orku starfsmanna á keppnum því þeir verða orkulausir af hávaðanum.

    Kv
    10Haukur

  2. Gott innlegg hjá Haraldi. Vil samt benda á að að samkvæmt reglum FIM má hávaðinn ekki vera meira en 94 db, bæði í enduro og motocrossi. Eflaust samt mælt á mismunandi hátt. Og tvígengishjól mega vera með 96 db í motocrossi. Og munið að db eru mæld í logariþmiskum skala, sama og ricterskilinn sem mælir kraft jarðskjálfa.

    Sjá nánar:
    http://www.fim-live.com/fileadmin/alfresco/Codes_et_reglements/Tech_CMS_en.pdf
    bls. 53.

    Kveðja
    Kjartan

  3. Þetta er málaflokkur sem ekki má slaka á. Ég fór að hugsa þetta eftir að hafa lesið þessa grein að hávaðinn á startinu í Uddevalla keppninni sem ég fór á í byrjun júlí var þolanlegri en á startinu í Íslandsmótinu heima, þrátt fyrir 40 hjól. Þar eru menn auðvitað meðvitaðir um að reglunum sé framfylgt og öll hjól eru mæld fyrir keppni og svo eru teknar stikkprufur eftir keppni hvort menn hafi fiktað eitthvað í pústinu.
    Það er alvöru hætta á því að svæði eins og Álfsnes yrði tekið af okkur ef menn koma ekki reglu á þetta. Það eru kvartanir að berast frá Mosó í vissri vindátt. Það er að gerast útum allan heim að menn eru að missa smáar og stórar brautir vegna hávaðakvartana frá nágrönnum.
    Hér í Svíþjóð eru margar brautir opnar í 2 tíma á dag í tvo daga vikunnar, bara til að fá eitthvað.
    kveðja, Hákon

  4. Allsstaðar í kringum okkur hefur hljóðstyrkur vélhjóla unnið gegn sportinu og orðið til að loka svæðum eða takmarka aðgengi þeirra. Það verður ekkert öðruvísi hér á landi ef ekkert er að gert.

    Þetta er eitthvað sem menn verða að fara að viðurkenna og gera eitthvað í. Þar eiga klúbbar og félög að vera í forustu ! Setja niður viðmið og fylgja þeim eftir.

    Hér á MSÍ að vera í fararbroddi og fylgja því að engin hjól fá að keppa nema þau séu undir viðmiðunarmörkum.

    Þetta er raunveruleg ógnun við sportið sem auðvelt er fyrir okkur sjálfa að bæta úr ef vilji er fyrir hendi.

    Ég fór á namskeið í hljóðstyrkmælingum á ráðstefnu NOHVCC í USA fyrir rúmu ári síðan ásamt því að sjá um kaup á viðurkenndum hljóðstyrkmæli fyrir MSÍ, VÍK og Slóðavini. Græjurnar eru til og ég hef boðið fram aðstoð mína til að koma þessum málaflokki í betra horf en það þarf gott bakland og vilja til að það sé hægt.

    Ég kalla eftir stefnu MSÍ og forustu klúbbanna. Hvað ætlið þið að gera í þessu ?

Skildu eftir svar