Greinasafn fyrir flokkinn: Umhverfismál

Frétt á Vísi

VÍK og UMSÍ vill ítreka fyrir mönnum að gæta sérstaklega að því að hlífa slóðum og vegum á þessum tíma þar sem akstur á slóðunum getur stórskemmt þá og eyðilagt þá ánægju sem við getum haft af því að keyra þá á sumrin og haustin. Við þurfum auðvitað ekki að taka fram að svona vitleysingsgang eins og þessir fjórhjólamenn voru staðnir að láta félagsmenn okkar ekki standa sig að. Sem betur fer náðust þessir kónar, en með athæfinu eru þeir ekki bara að skemma landið okkar, heldur stórskaða ímynd okkar hjólamanna og gera okkur enn erfiðara fyrir í réttindabaráttu okkar.
Kveðja,

Gunnar, UMSÍ

Tengill á fréttina

Vetrarakstur á mótorhjólum

Vinsældir vetrar endúró hafa aukist ár frá ári og er svo komið að varla líður sú helgi að ekki megi sjá tví- eða fjórhjól reyna sig í snjónum, við bæjarmörkin eða til fjalla. Mikil ábyrgð fylgir akstri í snjó og hafa verið að koma upp mál þar sem leiða má líkur að því að tvíhjól hafi spólað sig niður í gegnum snjóinn og ofan í ófrosinn eða lausfrosinn gróður og mosa. Þetta veldur sárum, svipuðum og þeim sem myndast við utanvegaspól á sumrin. VÍK vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem stunda vetrar endúró að aka eftir aðstæðum. Einnig má benda á reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands í þessu ljósi, en þar segir í 4. gr. um akstur utan vega: „Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum.“

Endúrósvæði í Þorlákshöfn staðreynd

Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn samþykkti í gær umsókn vélhjóladeildar Þórs um afnota af landi undir endúrósvæði. Svæðið verður líklega um 200 hektarar í nágrenni motocrossbrautarinnar. Skriffinnskan er komin á fullt og vonandi verður hægt að hjóla á svæðinu í vor. Sindri Stefánsson hjá Þór sagði í samtali við vefinn að gott samstarf væri við bæjarstjórnina og mikil bjartsýni væri í félaginu, í því eru um 50 meðlimir. Einnig sagði hann að þeir vonuðust eftir að halda Íslandsmót í Endúró strax á næsta ári en fyrir nokkrum árum voru iðulega haldnar vorkeppnir þarna í nágrenninu.

Þó ber að geta að stranglega bannað er að hjóla í fjörunni við Þorlákshöfn.

Morgunblaðið í utanvegaakstri

Gunnar Bjarnason, meðlimur í Umhverfisnefnd MSÍ, sendi fyrirspurn á ritstjórn Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum en hefur engin svör fengið. Ljóst þykir að Morgunblaðið sér ekki ástæðu til að svara þessari gagnrýni. Fyrirspurnin var gerð í kjölfar á frétt sem birtist á mbl.is um þann 31.október síðastliðinn þar sem Dagur Gunnarsson blaðamaður Morgunblaðsins tekur þátt í „opnu fjölmiðlamóti í akstursleikni og almennri hugarleikfimi“ og sýnir augljósan utanvegaakstur í myndskeiði sem fylgir fréttinni. Hér má sjá bréfið í heild sem sent var á ritstjórnina og fréttina sjálfa. Lesa áfram Morgunblaðið í utanvegaakstri

Úti að aka í náttúru Íslands

Á morgun miðvikudag, fer fram áttunda stefnumót Umhverfisráðuneytisins og stofnunar Sæmundar Fróða.
Ber það yfirskriftina: Úti að aka í náttúru Íslands.
Umfjöllunarefnið er utanvegaakstur, og munu Ólafur Arnar Jónsson deildastjóri hjá Umhverfisstofnun og Þorsteinn Víglundsson umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4, flytja erindi.
Fundurinn verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins Kl.12:00-13:30

Sjá meira hér

Fordæma akstur utan vega

Flott frétt á vefvarpi mbl.is.

Allt að tíu þúsund mótorkrosshjól eru nú til í landinu. Þeim hefur fjölgað um átta til níu þúsund frá árinu 2000. Því miður eru ummerki um utanvegaakstur of algeng eins og þessar myndir sem voru teknar á hálendi Íslands í nágrenni Hlöðufells bera með sér. Smellið til að sjá fréttaskeið.