Vefmyndavél

Korter í jól

DVD diskar ársins

DVD diskar ársins

Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó,  Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.

Frægðarförin

mxtv_logo_stort.jpgÍ tilefni af útgáfu DVD disksins með ferðinni á MXoN keppnina og Lex Gamesþáttunum ásamt fréttatíma MXTV o.fl. þá ætlum við að smella inn þessu skemmtilega myndbandi sem finna má í fréttum MXTV ásamt fullt af öðrum „fréttum“.
Hægt er að kaupa diskinn með því að smella HÉR.

Fyrir myndbandið: Lesa meira af Frægðarförin

Stelpurnar okkar í beinni – hér á motocross.is

Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla

Signý og Bryndís í baráttu í Uddevalla

Stelpurnar okkar, þær Bryndís Einarsdóttir og Signý Stefánsdóttir hafa verið að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í motocrossi í sumar. Þær hafa báðir verið að sýna góða takta og framfarirnar eru miklar. Um helgina er síðasta umferðin í kvennaflokknum í heimsmeistarakeppninni haldin í Lierop í Belgíu. Seinna moto-ið verður í beinni útsendingu hér á motocross.is á sunnudaginn klukkan 9 um morguninn.

Keppnin í MX1 og MX2 verður svo sýnd á eftir stelpunum.

Smellið hér fyrir útsendinguna.

MXTV og 85cc

Hér kemur önnur stutt syrpa frá Unglingalandsmótinu þar sem Hinrik #807 og  Guðbjartur#102 börðust hart um 2.sætið.

[flv width=“480″ height=“360″]http://www.motocross.is/video/mxgf/u85/u85.flv[/flv]

MXTV á Sauðarkrók.

Það var mikið fjör um helgina á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Sauðarkrók.
Mótið gekk frábærlega og á Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar hrós skilið fyrir frábært mót.
Hér er stutt video frá unglingaflokknum.

[flv width=“480″ height=“360″]http://www.motocross.is/video/mxgf/u125/u125.flv[/flv]

Stelpurnar okkar í Svíþjóð

Stelpurnar „okkar“ þær Signý Stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir tóku þátt í heimsmeistaramótinu í motocrossi í Uddevalla í Svíþjóð um síðustu helgi. Við skelltum okkur á svæðið og hér er 14 mínútna myndband frá ferðinni.

Smellið til að sjá myndbandið…

Lesa meira af Stelpurnar okkar í Svíþjóð

Síða 5 af 11« Fyrsta...34567...Síðasta »