Vefmyndavél

Motocross 2005 á DVD

Nýji tvöfaldi DVD diskurinn, Íslandsmeistaramótið í Motocross 2005, er komin í sölu hjá JHM Sport og í Moto og hann verður líklega kominn í fleiri hjólabúðir innan skamms. Einnig verður hann til sölu í Skífunni og svo er hægt að panta hann HÉR.
Á aðaldiskinum eru fjórir þættir frá motocrosskeppnum sumarsins. Keppnirnar eru: Ólafsvíkurkeppnin 11.
Lesa meira af Motocross 2005 á DVD

Hvaleyrarvatn Janúar 2005

Þröstur sendi inn þetta frábæra video sem er frá síðustu helgi á Hvaleyrarvatni. Skemmtilega unnið og flott. Tónlistin er „To Get Down“ með Timo Maas.

[flv width=“420″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxtv/11/hvalvatn3.flv[/flv]

Olísssport um daginn

Guðni í Púkanum sendi okkur upptöku frá því þegar þeir í Olissporti sýndu frá Klaustri um daginn. Þetta er frekar lítil upplausn, eins og hann segir sjálfur…. sjá video

Íslenskar jólagjafir

Video spólurnar frá KFC & DV Sport Íslandsmótinu 2002 og 1st TransAtlantic Off-Road Challenge á Klaustri eru komnar í hús. Vélhjólasport # 1 er ca. 80 mínútna löng með efni þáttanna frá í sumar + aukaefni Vélhjólasport # 2 er ca. 90 mínútna löng frá 6 tíma keppninnni á Klaustri ásamt 35 mínútna efni frá Íslandsmótinu 2001 klipptu af Magga. Spólurnar eru fáanlegar í Versluninni MOTO og hjá Kattabúðum / MOTUL Akureyri.

Síða 11 af 11« Fyrsta...7891011