Vefmyndavél

Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Kári Jónsson

Kári varð sérstaklega sigursæll á árinu en hann varð bæði Íslandsmeistari í MX1 flokki í motocrossi og í EnduroCC.

Kári Jónsson og Karen Arnardóttir voru um helgina valin Aksturíþróttamaður- og kona ársins á lokahófi MSÍ.

Verðlaun 2013 Uppskeruhátíð MSÍ 9.11. 2013

Enduro:
Íslandsmót 2013 Enduro CC
Íslandsmeistari Kári Jónsson
2. Sæti. Guðbjartur Magnússon
3. Sæti. Haukur Þorsteinsson

Íslandsmót 2013 Enduro Baldursdeild
Íslandsmeistari Haraldur Björnsson
2. Sæti. Guðmundur Óli Gunnarsson
3. Sæti. Viggó Smári Pétursson

Íslandsmót 2013 Enduro CC 40+
Íslandsmeistari Ernir Freyr Sigurðsson
2. Sæti. Birgir Már Georgsson
3. Sæti. Magnús G Helgasson
Lesa meira af Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.

Breytingar á Enduro CC

Í ljósi mikillar fækkunar keppenda í Enduro CC hefur stjórn MSÍ tekið ákvörðun um breytingar á keppnishaldinu fyrir árið 2013.
Um er að ræða eftirfarandi breytingar. ECC-1 og ECC-2 flokkar verða sameinaðir í einn flokk, ECC Meistaraflokkur og verður lágmarksþáttökufjöldi 5 keppendur til þess að flokkurinn sé löglegur til Íslandsmeistara.
40+, B flokkur og Tvímenningur verða óbreyttir og í þessa flokka þarf að lágmarki 5 keppendur (5 lið í Tvímenning) til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
Undanþága verður með Kvennaflokk og 85cc flokk þar sem að lágmarki 3 keppendur þurfa að vera í flokk til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
3 keppnisdagar af 4 keppnisdögum telja til lokaúrslita í Íslandsmótinu. Þetta þýðir að keppandi getur sleppt einum keppnisdegi eða „núllað“ slakasta keppnisdaginn.
Stjórn MSÍ. 19. júní. 2013

1. umferðin í enduro er um næstu helgi og brautin lofar góðu

Við renndum í Sólbrekku með borða fyrir Jóa og tókum brautina út í leiðinni. Þetta verður bara skemmtilegt, brautin liggur þvers og kruss um svæðið. Startið verður á startsvæðinu og þaðan liggur brautin inn í og þvert yfir krossbrautina á nokkrum stöðum á skemmtilegan hátt. Þaðan í gegnum moldarkafla og þúfur af öllum stærðum með viðkomu í háum hólum sem umkringja brautina. Fullt af brölti og krefjandi leiðum en fært fyrir alla og vel það. Enn á eftir að setja borða á stikur og í beygjur á nokkrum stöðum og týna grjót hér og þar. Jói verður með vinnukvöld í vikunni og væri mjög sáttur ef menn koma og hjálpa til – þeim mun fleiri þeim mun minna mál. Og btw, krossbrautin er frábæru standi og því um að gera að renna suðureftir og hjálpa til og hjóla smá í leiðinni. Svo er bara að muna að skrá sig fyrir kl. 21 á þriðjudaginn (ekki klikka á því að mánudagurinn er frídagur 🙂

Og hér er hjálmavideo frá Jóa – reyndar e-h vesen á hljóðinu í upphafi en bíddu aðeins og þá kemur tústrókurinn inn

http://www.youtube.com/watch?hl=en&gl=US&client=mv-google&v=bosUBFu1zoM&feature=em-upload_owner&nomobile=1

Landsmót UMFÍ

Nú líður að Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4. – 7. júlí, keppt verður í motocrossi að þessu sinni og vonumst við í motocrossdeild UMFS eftir því að sjá sem flesta af toppökumönnum landsins keppa. Keppni á landsmóti er frábrugðin öðrum motocrossmótum þar sem að bæði er verið að keppa sem einstaklingur en einnig fyrir sitt héraðssamband en það eru einmitt héraðssamböndin sem velja sína þáttakendur en hvert héraðssamband hefur rétt til að senda fjóra karla og fjórar konur  til að keppa í motocrossi. Þá kemur upp spurning um flokkaskiptingu en hún er afar lítil vegna þess að einungis er keppt í einum karlaflokki og einum kvennaflokki þannig að þarna er svo sannarlegas hægt að segja að hér sé hægt að krýna besta karl landsins og bestu konu landsins í motocrossi. Verðlaunað er bæði fyrir einstaklingsárangur en einnig vinna þeir sem lenda í tíu efstu sætunum í hvorum flokki sér inn stig sem leggjast við heildarstigasöfnun þeirra sambands og mun lokastigafjöldi hvers sambands ráða úrslitum með það hverjir verða landsmótsmeistarar.

Lesa meira af Landsmót UMFÍ

Frá MSÍ: Íslandsmótaröðin í Enduro CC 2013

Íslandsmótið í Enduro CC mun hefjast með 1. og 2. umferð laugardaginn 22. júní í Sólbrekku við Grindavík. Kalt vor hefur heldur betur sett strik í reikninginn hvað varðar keppnishaldið í Enduro CC þetta árið og aflýsa varð fyrstu keppnishelginni sem átti að vera í byrjun maí. Önnur keppnishelgin átti svo að vera á Akureyri 15. júní en vegna ástandsins á akstursíþróttasvæði KKA vegna bleytu hefur einnig þurft að aflýsa þeirri keppni. Mótaröðin mun því byrja með 1. og 2. umferð laugardaginn 22. júní, 3. og 4. umferðin fer svo fram við Egilstaði 27. júlí, 5. og 6. umferðin á Suðurlandi í nágrenni Reykjavíkur (+100 km.) 31. ágúst og 7. og 8 umferðin mun svo fara fram á Akureyri.

Eins og í fyrra munu 3 bestu keppnisdagar gilda til Íslandsmeistaraúrslita, sem þýðir að keppendur geta sleppt einum keppnisdegi eða keppt í öllum keppnum ársins og slakasti árangur telur ekki til endanlegra úrslita. Stjórn MSÍ harmar þær aðstæður sem upp hafa komið en því miður getum við lítið gert þegar kemur að því að eiga við æðri máttarvöld. Það er von stjórnar MSÍ að við sjáum ykkur sem flest á komandi keppnistímabili og að við eigum eftir að eiga saman frábært Enduro CC sumar þrátt fyrir þessa erfiðleika við að byrja nýtt spennandi tímabil.

Síða 3 af 2912345...20...Síðasta »