Vefmyndavél

Landsmót UMFÍ

Nú líður að Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi dagana 4. – 7. júlí, keppt verður í motocrossi að þessu sinni og vonumst við í motocrossdeild UMFS eftir því að sjá sem flesta af toppökumönnum landsins keppa. Keppni á landsmóti er frábrugðin öðrum motocrossmótum þar sem að bæði er verið að keppa sem einstaklingur en einnig fyrir sitt héraðssamband en það eru einmitt héraðssamböndin sem velja sína þáttakendur en hvert héraðssamband hefur rétt til að senda fjóra karla og fjórar konur  til að keppa í motocrossi. Þá kemur upp spurning um flokkaskiptingu en hún er afar lítil vegna þess að einungis er keppt í einum karlaflokki og einum kvennaflokki þannig að þarna er svo sannarlegas hægt að segja að hér sé hægt að krýna besta karl landsins og bestu konu landsins í motocrossi. Verðlaunað er bæði fyrir einstaklingsárangur en einnig vinna þeir sem lenda í tíu efstu sætunum í hvorum flokki sér inn stig sem leggjast við heildarstigasöfnun þeirra sambands og mun lokastigafjöldi hvers sambands ráða úrslitum með það hverjir verða landsmótsmeistarar.

Nú er það þannig að við vitum svosem ekki hvernig hvert samband hagar sínum málum varðandi motocrosshluta keppninnar og jafnvel getur verið að einhver sambönd muni ekki senda keppendur í þessar greinar okkar sem er miður og því viljum við hér á Selfossi hvetja alla þá sem hafa áhuga til að keppa á landsmótinu hjá okkur núna í júlí að hafa samband við sitt samband og bjóða fram sína krafta því að ekki er hægt að skrá sig í mótið öðruvísi en að skrá sig í gegnum sitt samband sem svo sendir inn keppendalista til UMFÍ.

UMFÍ er gríðarstórt batterí innan íþróttaheimsins og sem betur fer erum við motocrossfólk að komast þarna inn betur og betur, en við verðum líka að sýna þessum mótum áhuga með því að taka þátt því að ef engin er þáttakan að þá má gera ráð fyrir því að ekki verði keppt aftur í motocrossi á landsmóti. Öll útbreiðsla okkar íþróttar er góð og jafnvel nauðsynleg þessa dagana þegar okkar íþrótt á töluvert undir högg að sækja vegna hækkandi kostnaðs í kringum rekstur hjólanna okkar og því er það mjög af hinu góða ef að góð þáttaka fæst í mótið og við getum sýnt íþróttaheiminum að það er engann bilbug á okkur að finna. Við skorum því á ykkur að bjóða ykkur fram sem fyrst þar sem að skráningarfresturinn fer að renna út, munið að aldur og hjólastærð skiptir engu máli, eingöngu það að áhuginn sé til staðar og að sjálfsögðu hraðinn sem þarf til að komast í fjögurra manna karla eða kvennalið þíns sambands. Allavega hafðu samband.

Að lokum langar mig að segja frá því að við erum einmitt að velja í lið hér á Selfossi og eins og í mörgum öðrum klúbbum að þá erum við með skráða meðlimi héðan og þaðan af landinu og eru þeir allir gjaldgengir í okkar lið á meðan áhuginn og hraðinn eru til staðar þannig að ef að einhver af okkar félagsmönnum vill bjóða sig fram í lið HSK að þá viljum við biðja viðkomandi um að hafa samband við Axel í síma 6617743 axelsig404@gmail.com eða  Magga Ragga í síma 6952058 maggiraggi9@gmail.com. Aðildarfélög UMFÍ má finna á eftirfarandi slóðhttp://umfi.is/veftre/umfi/sambandsadilar/. Koma svo, hvern langar ekki að sjá fulla ráslínu einu sinni í sumar og hörkureis í kjölfarið.

Ps. Mótið fer fram laugardaginn 6.júlí í Selfossbraut.

Fyrir hönd motocrossdeildar UMFS

Axel Sigurðsson.

Leave a Reply