Breytingar á Enduro CC

Í ljósi mikillar fækkunar keppenda í Enduro CC hefur stjórn MSÍ tekið ákvörðun um breytingar á keppnishaldinu fyrir árið 2013.
Um er að ræða eftirfarandi breytingar. ECC-1 og ECC-2 flokkar verða sameinaðir í einn flokk, ECC Meistaraflokkur og verður lágmarksþáttökufjöldi 5 keppendur til þess að flokkurinn sé löglegur til Íslandsmeistara.
40+, B flokkur og Tvímenningur verða óbreyttir og í þessa flokka þarf að lágmarki 5 keppendur (5 lið í Tvímenning) til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
Undanþága verður með Kvennaflokk og 85cc flokk þar sem að lágmarki 3 keppendur þurfa að vera í flokk til þess að flokkarnir séu löglegir til Íslandsmeistara.
3 keppnisdagar af 4 keppnisdögum telja til lokaúrslita í Íslandsmótinu. Þetta þýðir að keppandi getur sleppt einum keppnisdegi eða „núllað“ slakasta keppnisdaginn.
Stjórn MSÍ. 19. júní. 2013

Skildu eftir svar