Greinasafn fyrir flokkinn: MSÍ

Hér eru opinberar fréttir frá Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands.

Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Lesa áfram Flott mót á Selfossi í dag.

1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Þá er það loksins orðið staðfest nokkrum dögum á eftir áætlun að 1. umferðin í enduro fer fram á draumasvæði margra – við Hellu. Náðst hefur samkomulag við Flugbjörgunarsveitina á Hellu og landeigandann um að halda keppnina 12. júlí nk. á þessu stórskemmtilega svæði.

Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu
Lítur vel út, við þurfum þó halda okkur frá grænum svæðum að mestu

Margir þekkja svæðið frá fyrri tíð en það bíður upp á frábæra möguleika á þrautum og glímu við brekkur, sand, kletta, vatn og margt fleira. VÍK leigir keppnissvæðið til afnota þennan eina dag og rennur gjaldið alfarið til Flugbjörgunarsveitarinnar sem á móti mun aðstoða okkur með gæslu á svæðinu.

Utan við þennan eina dag er svæðið þó lokað allri umferð mótorhjóla  – brot þýðir að leyfið verði afturkallað. Vinsamlegast virðið það!

Nú er bara að safna liði, búa til stemningu og taka þátt og gera þetta að næst flottustu keppni ársins (þe. á eftir Klaustri 🙂

Lesa áfram 1. umferð í Enduro verður á Hellu 12. júlí!

Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Við lofuðum frekari fréttum í kvöld af enduroinu og hér kemur hluti 1.0. MSÍ hefur ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu á endurokeppnum fyrir sumarið. Helstu breytingar eru:

GFH Meistaraflokkur: 75 mínútna keppnistími, 2 umferðir yfir daginn eins og áður
GFH Tvímenningur: 74 mínútna keppnistími og tvær umferðir, hámark 2 hringir á mann í einu en allir geta tekið þátt þe. keppendur í Motocrossi geta sameinast í þennan flokk og tekið létta motocrossæfingu í enduroinu. Áherslan í flokknum er þó eftir sem áður á stemningu og Klaustursfíling þannig að allir alvöru keppnismenn skrá sig að sjálfsögðu í GFH Meistaraflokk.
GFH Enduroflokkur; 45 mínútna keppnistími sem fyrr og tvær umferðir yfir daginn. Aldursskiptir flokkar bæði karla og kvenna, 14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári. Lágmarksfjöldi í flokk eru 5 keppendur, annars er flokkurinn keyrður með næsta flokk fyrir neðan.
Styttri en erfiðari keppnisbrautir: Styttri hringir, lagt verður upp með að hringurinn verði að hámarki 10-12 mínútur og að áhorfendur geti fylgst með keppninni úr návígi. Keppnin á að vera öllum fær EN í hverri braut eiga að vera 1-2 erfiðar hindranir með skýrum (og lengri) hjáleiðum fyrir þá sem ekki treysta sér erfiðari leiðina.

Seinni hlutinn 2.0 þe. varðandi næsta keppnisstað þe. 12. júlí átti að vera klár í kvöld en því miður hefur ekki náðst að klára formsatriðin ennþá en það gerist væntanlega á þriðjudagskvöldið næsta. Fylgist því vel með, ef allt gengur að óskum verður fyrsta keppnin mögnuð og frábært start á nýju endurotímabili á Íslandi, hvorki meira né minna!

Nánar um nýjar enduroreglur:  Lesa áfram Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Heyrst hefur …

… að stór tíðindi séu í vændum

… að keppnin 12. júlí verði á frábærum stað – ef allt gengur upp

… að nýtt keppnisfyrirkomulag verði í enduroinu í sumar

… að sumarið verði GFH

… að meira verði að frétta á sunnudagskvöldið

… vúhúúú!

Íslandsmeistaramótinu í íscrossi aflýst

Vegna dræmrar þátttöku að þá hefur 1 & 2 umferð í Íslandsmeistaramótinu í íscrossi verið aflýst.  Einungis skráðu sig 8 keppendur og að gefnu samráði við staðarhaldara að þá var ákveðið að fella þetta einfaldlega niður.  Þeir sem höfðu skráð sig geta sótt um endurgreiðslu hjá MSÍ með að gefa upp nafn, kennitölu og reikningsnúmer í netfangið: kg@ktm.is.  Framtíð íscrossins er nokkuð óráðin sem stendur og stór spurning hvert framhaldið verður með þetta sem keppnisform á vegum MSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá tilkyningu frá MSÍ sem birtist á fésbókarsíðu þess.

MSÍ  Mótorhjóla & Snjósleðaíþróttasamband Íslands - Mozilla Firefox 12.3.2014 123837.bmp

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013