Vefmyndavél

Enduró á Akureyri um helgina

 

Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð

Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð

Laugardaginn 13. júní fer fram 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri. Alveg nýtt svæði verður notað fyrir þessa keppni en KKA hefur fengið úthlutað stærra svæði ofan við MX brautina við Hlíðarfjall.

 

Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 9. júní og gott er að skrá sig tímanlega.

B flokks hringurinn verður fær öllum hjólum og verður keppt í undirflokkum fyrir 85cc, kvenna og +40 þannig að allir ættu að finna flokk fyrir sig.

Reikna má með að auka „slaufur“ verði teknar út úr B hringnum fyrir Meistaraflokkinn (Tvímenning) og verða þær krefjandi og skemmtilegar að hætti norðanmanna.

Veðurspáin er frábær fyrir keppnisdaginn og engin ástæða til annars en að skrá sig og mæta með góða skapið.

2 comments to Enduró á Akureyri um helgina

  • andrimar

    Er í smá vandræðum með skráningu í keppnina en ég var að hjálpa einum við að skrá sig í keppnina núna á laugardaginn og fór í gegnum ferlið inni á msi.is við að skrá inn nýjan aðila þar. Sótti svo um keppnisnúmer inni á „síðan mín“ þar sem það birtist rétt og villulaust í hvert skipti sem maður skráir sig inn. Hins vegar þegar ég fer inn í skráninguna fyrir mótið kemur texti þar sem segir „Þú getur ekki skráð þig í keppni á Íslandsmóti án þess að hafa staðfest keppnisnúmer.“ og því get ég ekki klárað skráninguna fyrir hann. Er svo búinn að senda póst bæði á msi@msisport.is og skraning@msisport.is en fæ engin svör þaðan. Getur einhver bent mér á hvernig ég ætti að snúa mér í þessu?

    kv, Andri

  • palliktm

    Sæll Andri ég er búinn að ganga í gegnum þetta best er að hringja í Karl Gunnlaugsson enn númerið hans er á síðunni hjá msisport.is undir stjórn MSÍ

Leave a Reply