Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

MotoMos-Vökvunarkerfið komið í gang

Vökvunarkerfið fór í gang í gær í Motomos, það á aðeins eftir að fínstilla það, þeir sem ætla að hjóla, ekki klikka á miðunum sem fást á N1 !!!

Motomos opnar.

 

Motomos opnar á morgun, miðvikudag 11. maí og verður opin frá kl 16:00 – 21:00.  Brautargjaldið er óbreytt 1.000 kr og miðar fást á N1 í Mosfellsbæ.   Brautin er í góðu standi fyrir utan 2 blauta staði, tilvalið til að stökkva yfir 🙂

Opnunartímar Motomos í sumar verða auglýstir síðar.
Góða skemmtun og sjáumst á morgun 🙂

Vorverkin hafin

Okkur vantar 2-3 aðila til að hjálpa okkur að mála ýtuna okkar annað kvöld, hún er að sjálfsögðu inni á verkstæði. Sendið okkur póst með símanúmeri ef einhver er til í að hjálpa okkur 🙂

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Tékklisti fyrir Klaustur

Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.

  1. Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
  2. Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
  3. Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
  4. Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
  5. Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is

Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.