Tékklisti fyrir Klaustur

Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.

 1. Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
 2. Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
 3. Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
 4. Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
 5. Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is

Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.

11 hugrenningar um “Tékklisti fyrir Klaustur”

 1. Nema að brautin sé mikið öðruvísi þá held ég að við getum tekið „æfa sig að keyra í sandi“ út af listanum. Spurning um að bæta við: „læra að fleyta yfir mýrarpitti“

 2. Fékk svar frá þeim um að það væri 10.000 eða 12.000 kr væri verið að skoða þetta

 3. Reiknimeistarar VÍK eru sveittir í að reikna út kostnaðinn þessa dagana. Það verður lagt mikið í að gera brautina og aðstöðuna enn betri en í fyrra, þannig að kostnaðartölur verða að vera á hreinu áður en gjaldið er gefið út.
  Verður væntanlega ekki undir 10 þús.
  Svona hamingja verður varla metin til fjárs.

 4. Mér finnst nú ekki vera árferðið í að hækka gjaldið, ekki hafa launun mín hækkað um 50% á einu ári.

 5. Ég var að fá staðfestingu á því að það sé fundur í hádeginu og þetta ætti því að komast á hreint seinna í dag.

 6. Sælir, keppnisgjaldið hækkar um 25% og verður 10.000 skv. fundi núna áðan. Bæði VÍK og ábúendur á Ásgarði eru að framkvæma mun meira í kringum keppnina og kostnaður allur er mun hærri s.s. nýtt tímatökukerfi, salerni, ýtuvinna í brautinni, startsvæði, stikur og annað sem hefur ekki verið gert áður.

 7. Ef tveir eru saman í liði, þurfa báðir að skrá sig í sitt hvoru lagi,
  eða dugar að annar aðilinn skrái liðið (þ.e. báða) ?

  PS
  Þætti vænt um að fá uppgefinn „link“ á allar upplýsingar um keppnina.

 8. Skráningin er útskýrð í færslunni hér að ofan (einn skráir liðið og sendir tölvupóst með nöfnunum á öllum í liðinu) Sjá hér: http://www.motocross.is/2011/03/klaustur-undirbuðu-skraninguna-vel/

  Linkur á allar upplýsingar um keppnina er hér:
  http://www.motocross.is/category/keppnir/klaustur-keppnir/

  Rétt er að fylgjast með þessum link reglulega fram að keppni því keppnishaldarinn mun birta hér upplýsingar. Áður en skráningin byrjar er von á uppfærðum ítarlegum reglum og fleiri upplýsingum um keppnina eins og framkvæmd í pittsvæði þar sem pitturinn verður í „Formula 1 style“.

Skildu eftir svar