Vefmyndavél

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku.

Leave a Reply