Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

MXON ekki á Írlandi 2008

Í fréttatilkynningu sem gefin var út í gær kemur fram að Motocross of Nations sem átti að vera 28. september 2008 verður ekki á Írlandi eins og til stóð. Ekki er ljóst hvar keppnin verður haldin og er FIM að leita að vænlegum stað í staðinn fyrir Moneyglass Desmene brautina. Ekki voru gefnar frekari útskýringar á breytingunni í tilkynningunni en..
Lesa áfram MXON ekki á Írlandi 2008

Myndir frá Ameríku

Einn harður aðdáandi hallar sér uppað Aroni

Nú eru komnar nokkrar myndir frá æfingum landsliðsins í USA hingað á vefinn. Komnar eru til sýninga myndir frá 3 fyrstu dögunum og fleiri myndir koma fljótlega. Þetta eru myndir frá Pagoda æfingunni, Englishtown keppninni og æfingu á Boysen test-brautinni.

Smellið á motocross.vefalbum.is

Fáðu þér Team Iceland grafíkina á hjólið þitt

Grafíkin á íslensku hjólunum á MXoN hlaut rosalega athygli. Nú getur þú fengið nákvæmlega sömu grafík og íslenska landsliðið var með á hjólið þitt. Motographx er fyrirtæki í USA sem sérhæfir sig í mótorhjólagrafík og þeir redduðu íslenska liðinu grafíkinni á mettíma fyrir keppnina. Þú getur sem sagt fengið settið á hvaða
hjólategund sem er og valið þitt eigið nafn og númer. Sendu fyrirspurn á keith@motographx.com (á ensku) og skoðið heimasíðunna þeirra á www.motographx.com.
Nánari myndir af hjólunum eru á vefalbúminu og fleiri munu birtast fljótlega.

TAKK fyrir okkur


Íslenska landsliðið er komið heim úr fyrstu ferðinni á Motocross of Nations. Ferðin heppnaðist frábærlega og komust strákarnir allir í mark. Valdi varð í 19. sæti, Einar 22. sæti og Aron í 24.sæti. Þetta skilaði okkur 29. sæti af 33 þjóðum. Það teljum við ágætan árangur miðað við þetta er okkar fyrsta keppni erlendis og enginn okkar með reynslu af heimsmeistarakeppnum eða öðru slíku.

Okkur langar að þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn, Kalli, aðstoðarmennirnir Þorri, Össi, Doddi og Gunni málari, myndatökumennirnir Binni og Grelli Morgan ásamt TrueNorth genginu (DVD væntanlegur fyrir jól). Svo Greg og Agnes í Ameríku sáu um okkur þarna úti, Ingi Tryggva og stjórn MSÍ hér heima. Sponsorarnir okkar gerðu okkur þetta kleift: Össur með CTi, Shell með Advance, Púkinn.com með Thor landsliðsbúningana, Pepsi Max, HH Verktakar og Motographx.com með límmiðakittið.

Síðast en ekki síst langar okkur að þakka þeim tugþúsundum áhorfenda sem létu hressilega í sér heyra á keppninni. Auðvitað voru íslendingar þar í miklum meirihluta, allavega miðað við höfðatölu.

Sjáumst á Norður-Írlandi í september 2008.

f.h. Landsliðshópsins,
Hákon Ásgeirsson, liðsstjóri