TAKK fyrir okkur


Íslenska landsliðið er komið heim úr fyrstu ferðinni á Motocross of Nations. Ferðin heppnaðist frábærlega og komust strákarnir allir í mark. Valdi varð í 19. sæti, Einar 22. sæti og Aron í 24.sæti. Þetta skilaði okkur 29. sæti af 33 þjóðum. Það teljum við ágætan árangur miðað við þetta er okkar fyrsta keppni erlendis og enginn okkar með reynslu af heimsmeistarakeppnum eða öðru slíku.

Okkur langar að þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn, Kalli, aðstoðarmennirnir Þorri, Össi, Doddi og Gunni málari, myndatökumennirnir Binni og Grelli Morgan ásamt TrueNorth genginu (DVD væntanlegur fyrir jól). Svo Greg og Agnes í Ameríku sáu um okkur þarna úti, Ingi Tryggva og stjórn MSÍ hér heima. Sponsorarnir okkar gerðu okkur þetta kleift: Össur með CTi, Shell með Advance, Púkinn.com með Thor landsliðsbúningana, Pepsi Max, HH Verktakar og Motographx.com með límmiðakittið.

Síðast en ekki síst langar okkur að þakka þeim tugþúsundum áhorfenda sem létu hressilega í sér heyra á keppninni. Auðvitað voru íslendingar þar í miklum meirihluta, allavega miðað við höfðatölu.

Sjáumst á Norður-Írlandi í september 2008.

f.h. Landsliðshópsins,
Hákon Ásgeirsson, liðsstjóri

Skildu eftir svar