Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaöldubrautin opnar kl 13.00 Sunnudag

Bolaöldubrautin fékk góða yfirhalningu í dag. Tóti ýtukall og Gaðar Bolaöldumeistari tóku alla brautina í gegn, allir pallar og lendingar eru í toppstandi. Einungis eru 1-2 smákaflar blautir  að öðru leyti er brautin 100%.

Félagslyndir og morgunhressir eru hvattir til þess að mæta í fyrramálið kl 11.00 og hreinsa aðeins til í brautinni og fá að launum frímiða í brautina. Svo ekki sé nú talað um hamingjuna í því að hjóla í frábærri braut.

Árskortin frá því í fyrra eru ekki lengur gild og verða ALLIR að kaupa sér miða í Olís v/ Rauðavatn eða Litlu Kaffistofunni.  Undantekning á þeirri reglu eru að sjálfsögðu þeir sem mæta í morgunvinnuna.

Enduró slóðarnir eru LOKAÐIR þangað til annað verður tilkynnt.

Sjáumst hress og kát á morgun.

Brautarstjórn




MotoMos opin

MotoMos er opin, þar eru nú nokkrir að hjóla.

Það var unnið í að slétta hluta brautarinnar í vikunni þannig að hún ætti að vera í ágætis standi.

Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun.

Bolaöldubrautin lokuð í dag, opnar á morgun kl. 13

Brautin í Bolaöldu er að þorna hratt eftir úrhelli vikunnar og frost að fara úr jörðu. Í dag verður brautin löguð með jarðýtu og því verður svæðið áfram lokað í dag. Stefnt er á opnun á brautunum á morgun, sunnudag kl. 13. Á milli kl. 11 og 13 verður unnið að tiltekt og hreinsun á svæðinu og þeir sem koma og hjálpa til keyra frítt á morgun.
Enduroslóðarnir eru ennþá harðlokaðir þar til annað verður tilkynnt. :/ Sjáumst hress í Bolaöldu á morgun og búum til góða opnunarstemningu. Munið miðana í Olís eða Kaffistofunni.

Black Beach Bakki keppninni frestað

Í fréttatilkynningu um fyrirhugaða keppni í Bakkafjöru 24. apríl stóð að skráning í keppnina mundi hefjast eftir páska.
Margir hafa beðið eftir að skráning hæfist, en það hefur dregist vegna fyrra gossins á Fimmvörðuhálsi og þar sem verið var að bíða eftir framvindu þess. Á miðvikudag átti að hefja skráningu, því það virtist eins og að svæðið væri að róast og þá dundu ósköpin yfir sem settu allt í stóra biðstöðu.

Lesa áfram Black Beach Bakki keppninni frestað

MotoMos lokuð í dag föstudag !

Brautin er lokuð í dag,  föstudag vegna bleytu.  Það verður opið á morgun ef það helst þurrt.

Minnum á að það er stranglega bannað að koma akandi á motocrosshjólum að svæðinu,
öll hjól á kerrum, miði á hjólin og þá verða allir glaðir 🙂

Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum

Stjórn MotoMos hefur verið kallað til fundar við bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þar sem ræða á aukin akstur torfæruhjóla innabæjar og þá sérstaklega á göngustígum bæjarins.  Eru bæjaryfirvöld óhress með það að á sama tíma og komið er til móts við okkur hjólamenn með nýju svæði og braut sem MotoMos hefur haldið úti síðustu ár, að þá hefur aukning orðið á akstri torfæruhjóla á reiðvegum, göngustígum og á svæðum sem ekki flokkast sem svæði fyrir torfæruhjól.  Allur akstur innanbæjar og eða á framangreindum reiðvegum og göngustígum er stranglega bannaður.  Þið sem stundið slíkt getið gert það að verkum að bæjaryfirvöld endurskoði afstöðu sína til akstursvæði fyrir okkur hjólamenn og afturkalli það leyfi sem við höfum.  Það á alls EKKI að hjóla heiman frá sér upp í brautina í MotoMos á hjóli sem er EKKI Á HVÍTU NÚMERI. Motocrosshjól eiga að fara í þar til gerð farartæki upp á brautarstæði og halda sig við Lesa áfram Óþarfa utanvega akstur í Mosfellsbæ – ekið á göngustígum í bænum