Black Beach Bakki keppninni frestað

Í fréttatilkynningu um fyrirhugaða keppni í Bakkafjöru 24. apríl stóð að skráning í keppnina mundi hefjast eftir páska.
Margir hafa beðið eftir að skráning hæfist, en það hefur dregist vegna fyrra gossins á Fimmvörðuhálsi og þar sem verið var að bíða eftir framvindu þess. Á miðvikudag átti að hefja skráningu, því það virtist eins og að svæðið væri að róast og þá dundu ósköpin yfir sem settu allt í stóra biðstöðu.


Eins og allir vita þá hafa náttúruöflin verið virkilega að stríða okkur undanfarna daga, en eftir að búið var að gefa út hvað er í öskunni var ljóst að það væri endanlega veðurspáin sem sló keppnina af.
Að ofantöldu er greinilegt að fresta verður keppninni a.m.k. í bili, en ástæður eru aðallega þrjár.
1. Óvissuástand um gos og flóðahætta á svæðinu.
2. Ekki er hægt að tryggja að fullu öryggi keppanda og áhorfenda.
3. Veðurspá er þannig að búast má við öskufalli á keppnisdag á keppnisstað og er ekki bjóðandi að keppendur keppi við svoleiðis aðstæður.  Í öskunni eru hættuleg efni sem gætu skaðað öndunarfæri og lungu (ekki er hægt að keppa í enduro með grímu).

Mosfellsbæ 16. 04. 2010. Keppnisstjórn.

Í fréttatilkynningu um fyrirhugaða keppni í Bakkafjöru 24 apríl stóð að skráning í keppnina mundi hefjast eftir páska.

Margir hafa beðið eftir að skráning hæfist, en það hefur dregist vegna fyrra gossins á Fimmvörðuhálsi og þar sem verið var að bíða eftir framvindu þess. Á miðvikudag átti að hefja skráningu því það virtist eins og að svæðið væri að róast og þá dundu ósköpin yfir sem settu allt í stóra biðstöðu.

Eins og allir vita þá hafa náttúruöflin verið virkilega að stríða okkur undanfarna daga, en eftir að búið var að gefa út hvað er í öskunni var ljóst að það væri endanlega veðurspáin sem sló keppnina af.

Að ofantöldu er greinilegt að fresta verður keppninni a.m.k. í bili, en ástæður eru aðallega þrjár.

  1. Óvissuástand um gos og flóðahætta á svæðinu.

  2. Ekki er hægt að tryggja að fullu öryggi keppanda og áhorfenda.

  3. Veðurspá er þannig að búast má við öskufalli á keppnisdag á keppnisstað og er ekki bjóðandi að keppendur keppi við svoðeiðis aðstæður. Í öskunni eru hættuleg efni sem gætu skaðað öndunarfæri og lungu (ekki er hægt að keppa í enduro með grímu).

Mosfellsbæ 16. 04. 2010. Keppnisstjórn.

Ein hugrenning um “Black Beach Bakki keppninni frestað”

Skildu eftir svar