Vefmyndavél

OPNUNARTÍMAR BOLAÖLDU

Hér eru opnunartímar í Bolaöldubraut fram að Íslandsmóti.

             Miðvikudag    28. ág. 17 – 21
  • Fimmtudaga  29.       08 – 12 og 15 – 21
  • Föstudaga     30.        08 – 12 og 15- 21
  • Laugadag 31.             LOKAÐ VEGNA ENDURO KEPPNI
  • Sunnudag 1. sept       10 – 17.
  • Mánudag 2. sept       08 – 12 og 15 – 21
  • Þriðjudaga     3.        08 – 12 og 15 – 21
  • Miðvikudaga  4.       08 – 12 og 15 – 21
  • Fimmtudaga  5.       08 – 12   LOKUÐ FRÁ HÁDEGI
  • Föstudaga     6.         LOKAÐ

Brautarstjórn.

Þvílík skemmtun – frábær bikarkeppni í Bolaöldu í kvöld!

Þetta var líklega ein skemmtilegasta motocrosskeppni sem við höfum haldið mjög lengi. 12 mótó voru keyrð á tveimur tímum í þremur flokkum, þrír hringir hvert og hörkurace allan tímann! Brautin hefur sjaldan eða aldrei verið betri, frábærar breytingar og fullkomið rakastig! Vá hvað þetta var gaman 🙂

Viktor átti besta tíma kvöldsins, 1.55,211 og var með flest stig í karlaflokki, Aron Ómarsson átti flott comeback og náði öðru sæti og Guðbjartur Magnússon varð þriðji. Í kvennaflokki var Anita Hauksdóttir fyrst með fullt hús, Einey Ösp varð í öðru sæti og Guðfinna Gróa var í þriðja sæti. Í 85 flokki var það svo Oliver Örn sem náði fyrsta sæti eftir hörkukeyrslu, Víðir Tristan varð í öðru og Elmar Darri í þriðja sæti. Í C-flokki varð Guðmundur Börkur Thorarensen fyrstur.

Keppnin og úrslit eru komin inn á Mylaps síðuna hér: http://www.mylaps.com/en/events/947589

Ég veit ekki með ykkur en ég væri alveg til í að keyra aðra svona keppni í næstu viku – er stemning fyrir því?

Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

Mx_Open_stadan_25082013Kári Jónsson er með sterka stöðu í MX Open með 183 stig en Eyþór Reynisson er með 160 stig í öðru sæti og Sölvi Borgar í þriðja sæti með 158 stig. Þeir eiga því á brattann að sækja fyrir síðustu umferðina í Bolaöldu 4. september nema Kári nái hreinlega ekki að klára annað hvort mótóið. Kjartan Gunnarsson er búinn að tryggja sér titilinn í MX2 með 194 stig en maður númer tvö, Jökull Atli Harðarson er með 140 stig og kemst því ekki upp fyrir Kjartan hvernig sem fer. Við óskum Kjartani til hamingju með titilinn.

Aðrir flokkar geta enn farið hvernig sem er en 4 til 26 stig skilja 1. og 2. sætið í öðrum flokkum. Mesta spennan er líklega í 40+ flokknum en þar skilja aðeins 4 stig Hauk Þorsteinsson og Heiðar Örn Sverrisson.

Lesa meira af Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

4. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram í Motomos í dag

Enn og aftur setti veðrið hressilegt strik í reikninginn og þriðja drullukeppnin í sumar varð niðurstaðan. Keppnin var haldin í braut Motomos en þar er komin hreint út sagt frábær aðstaða og greinilegt að menn hafa lagt þar nótt við dag að gera svæðið og umhverfið klárt fyrir keppni. Kári Jónsson sýndi enn og aftur frábæran akstur og var sigurvegari dagsins eftir ævintýralegt seinna mótó þar sem hann festist í starthliðinu en setti svo í fluggírinn og vann sig upp í fyrsta sæti áður en yfir lauk. Keppnin er komin inn á Mylaps.com hér en staðan í Íslandsmótinu bíður til morguns.

BIKARMÓT Í BOLAÖLDUBRAUT. 27.08.13

Þar sem stóra brautin í Bolaöldu hefur fengið töluverðar breytingar undanfarið er nauðsynlegt að halda létta bikarkeppni. Við ætlum að skella upp keppni á Þriðjudag. Hefjum leika kl 18.00 með skráningu.

Keppnin verður með nýju sniði að þessu sinni. Hvert móto verður einungis þrír hringir hjá hverjum flokki. Þetta viljum við gera til þess að æfa stört og fá grimma keyrslu alla hringina og þar af leiðandi meiri skemmtun. Í staðinn fá allir fleiri umferðir. Og ekki má gleyma æfingu í því að starta á steypu.

SKRÁNING: Hér í athugasemdakerfinu, einnig á FB síðunni okkar, nú eða bara mæta á staðinn.

KEPPNI: Hefst kl 19.00 þá verðum við búin að raða upp þáttakendum í riðla. Hjólað verður eins og tíminn leyfir.

 FLOKKAR: Fer eftir mætingu. Allir velkomnir, líka óvanir.

ATH mæta tímalega því að upphitun er um leið og kependur hafa skráð sig og greitt.

ATH: BRAUTIN ER LOKUÐ FYRIR AÐRA EN ÞÁ SEM SKRÁ SIG Á ÞRIÐJUDAG.

Veðurspáin er fín. VEÐURSPÁ

 

Kostnaður er kr: 3000. Tímatökukerfið verður keyrt. Greitt á staðnum með peningum eða með greiðslukorti.

Brautin verður löguð á mánudag og nokkrar smávægilegar lagfæringar gerðar í leiðinni.

Gaman saman.

Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

Og þvílík snilld sem þessi dagur var. Brautin í toppstandi, fullkomið rakastig og hrikalega flott; frábært hjólaveður, logn, skýjað og hlýtt – dagurinn gæti ekki hafa tekist betur! KKA menn fá klárlega 12 stig fyrir þennan dag og keppni.

Keppnin var hörð í flestum flokkum. Eyþór sýndi frábæran akstur og sigraði bæði moto í MX Open eftir harða baráttu við Viktor og Bjarka. Kári Jónsson sem er efstur að stigum eftir 3. umferðir varð 5. eftir hetjulega baráttu; í fyrra mótoinu keyrði hann með brotinn skiptipedala og endaði þriðji og í seinna motoinu keppti Kári tvígengishjólinu og endaði þá fimmti! Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn. Lesa meira af Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

Síða 4 af 78« Fyrsta...23456...2040...Síðasta »