Vefmyndavél

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.

BOLAÖLDUBRAUT OPNAR KL 18:00 Í DAG.

Bolaöldubraut opnar kl 18:00 í dag.

Bendum ökumönnum á að fara léttan skoðunarhring áður en farið er á fullt blast.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á brautinni og má búast við því að stórir steinar komi upp. Eins og Jói Kef segir  í grein hér fyrir neðan, þá er það ykkar að stoppa við steinana og týna þá upp. Það er nefnilega hluti af sportinu að gefa til baka fyrir alla vinnuna sem örfáir leggja í fyrir ykkur.

Hvað um það. Öll stjórnin, ásamt hágæða aðstoðarmönnum,  mætti til vinnu í brautina í gærkvöldi til að klára frágang á vökvunarkerfi ofl. Ekki náðist að gera allt sem áætlað var en vökvunarkerfið er orðið nothæft. Þökkum aðstoðarmönnunum kærlega fyrir aðstoðina. Reyndar voru aðstoðarmennirnir lokkaðir með því að þeir fengju að prufa brautina en vinnu lauk ekki fyrr en á miðnætti og lítið varð úr prufunni, SORRÝ.

Brautarstjórar Óli G og Sölvi B

Stjórnin.

PS: Enginn miðalaus í brautina takk fyrir. Enginn miði á hjóli = Brottvísun, engin afsökun tekin gild.

Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.

Stóra brautin í Bolaöldu verður LOKUÐ áfram næstu daga. Enn er eftir að lagfæra vökvunarkerfið og setja upp stikur til að afmarka brautina.

Tjarnargata í Bolaöldu

Lesa meira af Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.

Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Þegar upp var staðið tókst keppnin mjög vel, brautin þornaði þegar leið á daginn og engin meiriháttar óhöpp en hörkukeppni í öllum flokkum.

Kári Jónsson endurtók leikinn frá Selfossi innbyrti heildarsigur dagsins en þó með Eyþór og Sölva nartandi í hælana á sér allan tímann. Eyþór sigraði reyndar fyrra mótóið en Kári tók það síðara og sigraði því daginn í heild.

Lesa meira af Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

MX Akranes 2013

Minnum á að skráning í MX Akranes lýkur í kvöld. Betra að  vera tímalega ef eitthvað vesen kemur upp.

Skráning á MSÍ HÉR

Skagamenn eru búnir að vinna mjög mikið í svæðinu hjá sér og eru farnir að skáka mörgum stærri klúbbum hvað aðstöðu og starf varðar. Nú er bara að fjölmenna og hafa góðann dag. Ekki er það nú heldur verra að brautin hjá þeim er moldarbraut. Bara gaman og ekki síður fyrir áhorfendur.

Óli

Drullugaman í 1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi á Selfossi

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fór fram á Selfossi í dag. Það er óhætt að segja að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í keppninni í dag en miklar rigningar undanfarna daga og í nótt gerðu keppnina að drullukeppni fyrir allan peninginn. Selfyssingar brugðu á það ráð að stytta brautina fyrir keppni og klippa út blautasta kaflinn sem bjargaði heilmiklu. Það breytti þó ekki því að brautin var á floti og hrikalega erfið. Keppendur kvörtuðu þó ekki og skemmtu sér stórkostlega.

Kári Jónsson, Íslandsmeistari í Enduro í fyrra var eins og á heimavelli og sigraði daginn í MX-Open á fullu húsi stiga en Viktor Guðbergsson, Íslandsmeistarinn í Motocrossi 2012,  varð í öðru sæti. Lesa meira af Drullugaman í 1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi á Selfossi

Síða 5 af 78« Fyrsta...34567...2040...Síðasta »