Vefmyndavél

4. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram í Motomos í dag

Enn og aftur setti veðrið hressilegt strik í reikninginn og þriðja drullukeppnin í sumar varð niðurstaðan. Keppnin var haldin í braut Motomos en þar er komin hreint út sagt frábær aðstaða og greinilegt að menn hafa lagt þar nótt við dag að gera svæðið og umhverfið klárt fyrir keppni. Kári Jónsson sýndi enn og aftur frábæran akstur og var sigurvegari dagsins eftir ævintýralegt seinna mótó þar sem hann festist í starthliðinu en setti svo í fluggírinn og vann sig upp í fyrsta sæti áður en yfir lauk. Keppnin er komin inn á Mylaps.com hér en staðan í Íslandsmótinu bíður til morguns.

Leave a Reply