Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Ofsarok í Mosó, keppni frestað til morguns

Veðrið í Mosfellsbæ er alls ekki að spila með okkur. Hér er norðan ofsarok 20-25 m/s og meira í hviðum og alls ekkert hjólaveður, því miður. Það er því búið að ákveða að fresta keppni til morguns 17. ágúst, sama stað og sama dagskrá.

Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

Keppt var í motocrossi á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki á sunnudag.Um 20 keppendur á aldrinum 11-16 ára tóku þátt en þátttaka hefði klárlega mátt vera meiri. Brautin á Króknum er skemmtileg og var í mjög góðu standi og greinilega mikil vinna verið lögð í undirbúning fyrir keppnina.

Start í 85 og kvennaflokki
Start í 85 og kvennaflokki

Lesa áfram Unglingalandsmót á Sauðárkróki um helgina

MX á Akureyri klikkar ekki!

Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.

Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.

Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338

Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.

Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: Lesa áfram MX á Akureyri klikkar ekki!

Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Lesa áfram Flott mót á Selfossi í dag.

Sandur, sandur, sandur – How to …

Það verða hvít jól og lítið hjólaveður en þá er í góðu lagi að láta sig dreyma. læra eitthvað í leiðinni og vera klár í Þorlák þegar snjóa leysir. Hér er gott veður og Luke Renzland með nokkur góð tips úr sandinum í Florida – enjoy!

 

Fréttir frá MSÍ

Á stjórnarfundi MSÍ sunnudaginn 24.11. voru eftirfarandi hugmyndir ræddar varðandi keppnistímabilið 2014. Lögð voru drög að keppnisdagatali 2014 sem verður endanlega ákveðið á formannafundi / aðalþingi MSÍ 7.12. n.k. 5 umferðir í MX og 2 umferðir í Enduro verða allar keyrðar á tímabilinu 14.06. til 30.08.
2 Keppnisdagar í Enduro og keyrðar 2 umferðir hvorn dag. Einn Meistaraflokkur og Tvímenningur keyra í 2x 90 mín. Í stað B flokks verða Unglingaflokkur 14-18 ára, 19-30 ára, 31-40 ára, 41-50 ára og 50+ flokkar sem keyra í 2x 50 mín. Auk 2-3 aldursskiftir Kvennaflokkar. Liðakeppni verði endurvakin. Keppt á Suðurlandi 11.07. og Norðurlandi 9.08. Erfiðari hringur með hjáleiðum. Verðlaunaafhending kl 20 um kvöldið og reynt að búa til útilegustemmingu og virkilega flottar keppnir.

Einnig voru ræddar hugmyndir fyrir keppnistímabilið 2014 og mun stjórn líklega leggja fyrir formannafund / aðalþing MSÍ 7.12. n.k. að ekki verði sent landslið á MX of Nation sem fer fram í Lettlandi í september 2014. Hugsanlega verður horft til þess að aðstoða einhverja keppendur við að keppa í „Red Bull“ mótaröðinni í Bretlandi eða senda landslið til þáttöku í MX of Nation yngri en 21 árs sem fer fram í Belgíu ár hvert. Þar er keppt í 85cc flokki og MX2 flokki.

Samkvæmt samþykktum aukaþings MSÍ 2012 fyrir keppnisárið 2013 var ákveðið að allir keppendur fæddir 1997 eða síðar sem tóku þátt að lágmarki í 4 af 5 Íslandsmeistarakeppnum í Moto-Cross eða 3 af 4 keppnum í EnduroCC árið 2013 fengju keppnisgjöld endurgreidd í lok keppnistímabils. Stjórn MSÍ óskar eftir umsóknum um endurgreiðslu keppnisgjalda fyrir þessa keppendur.
Vinsamlega sendið eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, keppnisnúmer og kt. keppanda og í hvaða keppnum keppt var. Nafn, kt. og reikningsnúmer forráðamanns sem endurgreiða skal til. Sendið á kg@ktm.is fyrir 15. desember 2013.
Ekki verður tekið við óskum um endurgreiðslu eftir 15. desember. 2013