Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Sigurvegarar 
1. umferð Íslandsmótsins í Motocrossi
Selfoss 14. júní 2014
Mx 85 flokkur – yngri, 13 ára og yngri
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Axel Orri Arnarsson 20 20 40
2 Andri Snær Baldursson 18 18 36
3 Sindri Blær Jónsson 15 15 30
Mx 85 flokkur
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Elmar Darri Vilhelmsson 25 25 50
2 Víðir Tristan Víðisson 22 22 44
3 Þorkell Hugi Sigurðarson 20 20 40
Mx unglingaflokkur – yngri, 14-16 ára
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Viggó Smári Pétursson 22 20 42
2 Sebastían G. A. Vignisson 18 22 40
3 Axel Guðni Sigurðsson 20 18 38
Mx unglingaflokkur
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Þorsteinn Helgi Sigurðarson 22 25 47
2 Oliver Örn Sverrisson 25 22 47
3 Alexander Örn Baldursson 16 20 36
Mx B flokkur
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Axel Sigurðsson 25 25 50
2 Heimir Sigurðsson 22 22 44
3 Pálmi Freyr Gunnarsson 20 20 40
Mx 40+
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Heiðar Örn Sverrisson 25 20 45
2 Gunnar Sölvason 20 22 42
3 Haukur Þorsteinsson 16 25 41
Mx kvenna – unglingaflokkur – 15-18 ára
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Birna Katrín Gunnlaugsdóttir 25 25 50
2 Ragna Steinunn Arnarsdóttir 18 18
3 0
Mx kvennaflokkur 30+
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Björk Erlingsdóttir 25 25 50
2 Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir 22 22 44
3 Theódóra Björk Heimisdóttir 20 20 40
Mx kvennaflokkur
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Brynja Hlíf Hjaltadóttir 25 25 50
2 Anita Hauksdóttir 20 22 42
3 Gyða Dögg Heiðarsdóttir 22 20 42
MX2 
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Eyþór Reynisson 25 25 50
2 Guðbjartur Magnússon 22 22 44
3 Haraldur Björnsson 20 20 40
MX Open
Sæti Nafn Moto 1 Moto 2 Samtals
1 Eyþór Reynisson 25 25 50
2 Sölvi Borgar Sveinsson 20 22 42
3 Guðbjartur Magnússon 18 20 38

Skildu eftir svar