Greinasafn fyrir flokkinn: MXoN

Fréttir af Motocross of Nations

Aron fer ekki á Motocross of Nations

MSÍ hefur gefið út tilkynningu um nýtt landslið þar sem Aron Ómarsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum. Í staðinn hefur Gylfi Guðmundsson #9 tekið hans sæti og mun fara út ásamt Eyþóri Reynissyni og Hjálmari Jónssyni.

Þetta er mikill missir fyrir íslenska liðið þar sem Aron hefur haft talsverða yfirburði hér á landi undanfarið og staðið sig hvað best fyrir Íslands hönd á MXoN hingað til.

Keppnin fer fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum 25. og 26. september.

Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

Lesa áfram Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

Styttist í að MXoN liðið verði valið

Mynd: MXSport.is
Verðlaunapallurinn frá Sólbrekku - Verður þetta MXoN liðið í ár?

Liðið fyrir Motocross of Nations verður valið eftir aðeins eina umferð í Íslandsmótinu í motocrossi. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Aron Ómarsson fái tvo nýja liðsfélaga með sér þetta árið, þá Hjálmar Jónsson og Eyþór Reynisson. Eyþór Reynisson er með góða forystu í MX2 flokki og Hjálmar Jónsson er með ágætt forskot í öðru sætinu í MX-Open.

Samkvæmt upplýsingum frá MSÍ verður Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur líkt og í fyrra.

Keppnin verður haldin eftir tvo mánuði eða 25. og 26. september í Thunder Valley motocross Park í Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Þeetta er í 64.skiptið sem keppnin er haldin en Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2007.

Keppnin verður í Frakklandi árið 2011 og Belgíu 2012

Motocross of Nations í Belgíu 2012

Á blaðamannafundi í Valkenswaard, Hollandi í gær var tilkynnt að árið 2012 færi fram MX of Nations í frægustu braut Belgíu, Lommel. Það er langt síðan að MX of Nations var haldið í Lommel en það var árið 1981 og þá unnu bandaríkjamenn. Það verður fróðlegt að fylgjast með liði USA í Lommel árið 2012.  Þetta er virkilega jákvætt fyrir íslenska áhorfendur, það er stutt að fara yfir til Belgíu til að fylgjast með keppnini.

Korter í jól

DVD diskar ársins
DVD diskar ársins

Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó,  Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.

Nýr diskur!

Ferðin á MXON og Lex Games
Ferðin á MXON og Lex Games

Ferðin á MXON og Lex Games + Aukaefni.
Troðfullur DVD diskur sem inniheldur þátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina á Ítalíu í október, tvo þætti um Lex Games leikanna sem fram fóru í haust og síðasta en ekki síst Fréttatíma MXTV sem sló í gegn á uppskeruhátíð MSÍ ásamt tónlistarmyndböndum frá keppnisárinu 2009 og MXON keppninni.

Diskurinn verður eingöngu seldur hérna á vefnum. Verð 2.500,- Diskurinn er sendur ókeypis í pósti til kaupenda.

Smelltu HÉRNA til að kaupa disk.