Aron fer ekki á Motocross of Nations

MSÍ hefur gefið út tilkynningu um nýtt landslið þar sem Aron Ómarsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum. Í staðinn hefur Gylfi Guðmundsson #9 tekið hans sæti og mun fara út ásamt Eyþóri Reynissyni og Hjálmari Jónssyni.

Þetta er mikill missir fyrir íslenska liðið þar sem Aron hefur haft talsverða yfirburði hér á landi undanfarið og staðið sig hvað best fyrir Íslands hönd á MXoN hingað til.

Keppnin fer fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum 25. og 26. september.

Ein hugrenning um “Aron fer ekki á Motocross of Nations”

Skildu eftir svar