Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

Hjálmar í 22. sæti í B-úrslitum – Ísland í neðsta sæti

Hjálmar Jónsson endaði í 22.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Gylfi Freyr Guðmundsson hætti keppni eftir aðeins einn hring eftir að hafa verið keyrður niður í fyrstu beygju og vatnskassinn fór að leka.

Ekki var möguleiki á góðum úrslitum eftir að Gylfi datt út því Eyþór gat ekki keppt sökum meiðsla í B-úrslitunum.

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.

Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.

Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country: Lesa áfram Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

flag.jpgAron Ómarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í MXOpen í motocrossi með því að vinna bæði motoin í Bolaöldu. Aron var með talsverða yfirburði eins og í fyrri keppnum og enginn átti möguleika á að hrifsa af honum titilinn. Fletta þarf margar blaðsíður aftur í sögubókunum til að finna Íslandsmeistara sem vann á fullu húsi stiga, en elstu menn þykjast muna að Ragnar Ingi Stefánsson hafi gert það á síðustu öld einhverntíma.
Eyþór Reynisson skaust uppfyrir Hjálmar Jónsson með því að ná öðru sætinu í báðum motoum í dag, hann endaði tveimur stigum fyrir ofan liðsfélaga sinn í landsliðinu með því að ná fjórum stigum fleiri í dag.

Signý Stefánsdóttir tryggði sér titilinn í kvennaflokki þrátt fyrir bilanir í hjólinu í fyrra motoinu. Bæði frambremsan og gírkassinn voru að stríða henni.

Kjartan Gunnarsson náði að setja enn meiri spennu í Unglingaflokkinn með því að detta nokkrum sinnum í fyrra motoinu og ná aðeins í 18 stig. Í seinna motoinu gerði hann engin mistök og tryggði sér titilinn. Ingvi Björn Birgisson vann sitt fyrsta moto á árinu og Guðmundur Kort sína fyrstu keppni. Kjartan var aðeins 6 stigum á undan næsta manni

Guðbjartur Magnússon hefur unnið öll motoin í ár í 85 flokknum, nema það fyrsta þar sem hann endaði í öðru sæti.

Haukur Þorsteinsson var með fullt hús stiga fyrir þessa keppni í 40+ flokknum en náði ekki að klára árið með fullt hús þar sem Ragnar Ingi Stefánsson skráði sig í flokkinn í fyrsta skipti og sigraði í báðum motounum í dag.

Lesa áfram Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

Lesa áfram Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Motocrossið á Unglingalandsmótinu tókst alveg frábærlega í góðu veðri og geggjaðri braut. Klúbburinn á Akranesi á heiður skilinn fyrir að bregðast við með svo skjótum fyrirvara og var öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Jarðýta var ræst strax á föstudaginn og brautin var öll rippuð og í topplagi á sunnudag.

Einn ökumaður vakti athygli öðrum fremur, en það var Guðbjartur Magnússon # 12 sem gerði sér lítið fyrir og keppti í báðum flokkum og keyrði því nánast í þrjá klukkutíma samfleytt. Það var hins vegar annar nýfermdur sem sigraði unglingaflokkinn, en það var Ingvi Björn Birgisson # 19 sem sýndi alveg gríðarlega flottann akstur og er að stimpla sig inn sem einn okkar efnilegasti ökumaður. Signý Stefánsdóttir # 34 rúllaði kvennaflokknum upp og var að stríða strákunum, endaði m.a. í þriðja sæti í unglingaflokki í seinna mótoinu.

Lesa áfram Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Endurocrossið á Neskaupstað sló í gegn

Jonni klifrar yfir eina þrautina

Endurocross keppni var haldin á útihátíðinni Neistaflug á Neskaupstað um helgina. Keppnin heppnaðist vel og var mikið af óvæntum uppákomum og fjöri.

Úrslitin voru eftirfarandi:

1) Ármann Örn Sigursteinsson
2) Jónas Stefánsson
3) Ingvar frá Egilstöðum

Myndir frá keppninni eru komnar inní Vefalbúmið okkar