Greinasafn fyrir flokkinn: Úrslit

Kári, Þorgeir, Ingvi og Signý Íslandsmeistarar í Íscrossi

Daði Erlingsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í síðustu umferð ársins í Íscrossi sem haldin var á Mývatni í gærkvöldi. Kári Jónsson sem var með fullt hús stiga fyrir mótið, vann fyrsta mótóið en í öðru og þriðja mótóinu gekk ekki eins vel og endaði hann fimmti og þriðji. Fyrir lokamótóið var þá komin smá spenna í titilbaráttuna en Kári hafði það að lokum og sigraði í Íslandsmótinu með 16 stiga forystu. Jón K. Jacobsen (Nonni lóbó) vann þó síðasta mótó ársins og vann silfurverðlaun í keppninni.

Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokki en Ingvi Björn Birgisson varð Íslandsmeistari.

Jón Ásgeir Þorláksson sigraði í Opnum flokki með fullt hús stiga en Þorgeir Ólason varð annar og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn.

Signý Stefánsdóttir sigraði á heimavelli í kvennaflokknum með fullt hús stiga. Hún var einu mótói, því fyrsta á árinu) frá því að vinna titilinn með fullt hús stiga. Hún endaði 21 stigi á undan Ásdísi Elvu Kjartansdóttur.

Kári vann í stærsta flokknum

Þessi mynd og fleiri frábærar á gudmann.is - smellið á myndina

Kári Jónsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í Íslandsmótinu í Íscrossi sem haldið var á Akureyri í gær. Mótið var haldið á Leirutjörn í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang.

Kári er með fullt hús stiga í Vetrardekkjaflokki sem er stærsti og fjölmennasti flokkurinn í Íscrossinu. Daði Erlingsson varð annar í gær og Sigurður Bjarnason varð þriðji og voru þá þrjú efstu sætin eins og í síðasta móti.

Þorgeir Ólason sigraði í Opna flokknum, Jón Ásgeir Þorláksson varð annar og Ragnar Ingi Stefánsson þriðji en Ragnar Ingi sigraði á Mývatni um daginn og munar nú aðeins fimm stigum á honum og Þorgeiri í stigakeppninni til Íslandsmeistara.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Andrea Dögg Kjartansdóttir þriðja. Signý er þá komin með 11 stiga forystu í Íslandsmótinu en systurnar berjast hart sín á milli og aðeins eitt stig skilur þær að.

Lesa áfram Kári vann í stærsta flokknum

Kári Jónsson Íslandsmeistari í EnduroCross

Kári Jónsson varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í EnduroCross með öruggum akstri eins og venjulega. Í dag varð Björgvin Stefánsson í öðru sæti og Daði Erlingsson í þriðja sæti, Daði endaði þá annar í Íslandsmótinu og Björgvin þriðji.

Nánari úrslit og staða eru hér.

Úrslit í 2. umferð EnduroX

Hjálmar, Kári og Daði... og Sverrir hnakki

Úrslit dagsins í dag eru eftirfarandi.  Sjá HÉR

1. Sæti. Kári Jónsson.

2. Sæti. Hjálmar Jónsson.

3. Sæti. Daði Erlingsson.

Besti nýliðinn: Ingvi Björn Birgisson.

Tilþrifaverðlaunin hlaut Jóhann Smári Gunnarsson fyrir einstakan „árangur“ í flest ef ekki öllum þrautum.

Þökkum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem komu að keppninni með okkur og gerðu hana jafn glæsilega og raun bar vitni. Mikill fjöldi áhorfenda mættu og voru flestöll sæti þéttsetin.Við fullyrðum að áhorfendur fengu frábæra skemmtun fyrir allan peningnginn.

Takk fyrir daginn.

Enduronefnd og Stjórn VÍK

Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Strákarnir á verðlaunapalli. Ljósmynd/ Þórir Tryggvason

Tekið af mbl.is

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Endurocross var haldin í gær á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum í Skagafirði. Haukur Þorsteinsson á Kawasaki KX 450f var sigurvegari mótsins. Kári Jónsson sem var valinn aksturíþróttamaður ársins 2010 endaði í öðru sæti á TM Racing 250. Daði Erlingsson á Yamaha 250 kom svo þriðji í mark eftir æsispennandi keppni. Haukur og Daði áttu jafnan og góðan akstur í gegnum undanrásirnar. Lesa áfram Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Kreppukeppni 2010 afstaðin

Rúmlega 40 keppendur tóku þátt í Kreppukeppninni í Þorláskhöfn síðastliðinn laugardag. Veðurguðirnir voru fremur blíðir þennan fyrsta dag vetrar þrátt fyrir smá kulda. Brautin var flott og keppendur snöggir að hjóla í sig hita. Allt gekk þetta nokkuð vel fyrir sig en þó náði einn keppandi að slasa sig á hendi eða handlegg. Ekki náðu allir að ljúka keppni og ber þá helst að nefna Magnús nokkurn Ingvarsson sem tók þátt í sinni fyrstu mótorkrosskeppni. Það er kannski ekki sérstaklega til frásagnar nema fyrir það að Magnús lærði á gírana á hjólinu daginn fyrir keppni. Ég hef það eftir öðrum keppanda að Magnús hafi ákveðið að á þessu ári, fram að 50 ára afmæli sínu, myndi hann taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem keppt er í á vegum ÍSÍ. Magnús á heldur betur hrós skilið fyrir seiglu og hugrekki.

Margir sýndu gríðarlega góða takta og spennandi verður að sjá árangur og framfarir manna og kvenna á næsta keppnistímabili. Lesa áfram Kreppukeppni 2010 afstaðin