Hjálmar í 22. sæti í B-úrslitum – Ísland í neðsta sæti

Hjálmar Jónsson endaði í 22.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Gylfi Freyr Guðmundsson hætti keppni eftir aðeins einn hring eftir að hafa verið keyrður niður í fyrstu beygju og vatnskassinn fór að leka.

Ekki var möguleiki á góðum úrslitum eftir að Gylfi datt út því Eyþór gat ekki keppt sökum meiðsla í B-úrslitunum.

Ein hugrenning um “Hjálmar í 22. sæti í B-úrslitum – Ísland í neðsta sæti”

  1. Mér finnst landsliðið hafa staðið sig gríðarlega vel við mjög erfiðar aðstæður!
    Við þekkjum öll hvað mikið var á sig lagt og í raun magnað hvað landsliðið mætti miklum velvilja og stuðningi þarna úti. Þeir voru að standa sig vel í tímatökunum og ekki var annað að sjá en að Hjalli hafi verið í fínu reisi í lokakeppninni, þar af lengi inn á topp 20.
    Ef ekki hefði komið til þessi óheppni hjá Eyþóri og Gylfa hefðum við örugglega átt okkar besta ár til þessa.

Skildu eftir svar