Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Merkingar og skoðunarmiðar fyrir Klaustur 2012.

Keppendur!! Vinsamlegast staðsetjið skoðunarmiðann þannig að hann sé auðsjáanlegur á hjólunum. Það verður rennt yfir öll hjól fyrir start. Enginn skoðunarmiði á hjóli þýðir engin keppni fyrir viðkomandi.

Keppnisstjórn.

Keppendafundur og ráslisti

Ráslistinn fyrir Klaustur er þá loksins klár. Flestir hafa fengið ný númer, en hafa þó haldið stöðu sinni í rásröðinni. Ýmsar gloppur voru í listanum og þegar lið voru færð fram til að fylla í auð rásnúmer þá eðlilega riðlast öll númer.

Munið að í keppnisgjaldinu fylgir límmiða kitt fyrir liðið, þannig að það verða allir vel merktir á Klaustri.

Í því sambandi er rétta geta þess að það er ekki leyfilegt að vera með önnur númer á hjólinu eða treyjum.

Nú er bara að halda áfram að gera allt klárt fyrir næstu helgi!

KEPPENDAFUNDUR á miðvikudaginn  !!

Á miðvikudaginn 23.05.2012. Kl 18:30  hjá  bifreiðaumboðinu BL, Sævarhöfða 2.

Öllum keppendum er boðið til kynningarfundar n.k. miðvikudag og á sama tíma er keppendum boðið að koma með hjól, hjálm og pappíra til skoðunar.

Það er um að gera að nýta sér þetta til að lækka stressfaktorinn þegar kemur að keppninni.  Þeir sem ganga frá skoðun og skráningu fá einnig úthlutað límmiða-kittinu með keppnisnúmerinu.
Skoðunin verður opin til kl. 20:00.

ATH þeir sem ekki hafa greitt keppnisgjaldið hafa ekki keppnisrétt. Sjá meðfylgjandi keppendalista hér fyrir neðan.

Lesa áfram Keppendafundur og ráslisti

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 26 Maí milli 16-18

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 16-17. Ræsing í keppnina er klukkan 17 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@flug.is eða í gegnum síma 864-3066.

Kveðja
Stjórn Vík

Keppendalistinn á Klaustri

Ágætu keppendur.

Hér er listinn fyrir Klaustur eins og við höfum náð að skrúfa hann saman. Það hefur gengið töluvert á hvað varðar allra handa breytingar fram að þessu og algjörlega líklegt að eitthvað hafi skolast til.

Margir hafa látið fylgja góðar upplýsingar um meðkeppndur, allt of margir treysta á djúpt innsæi skráningardeildar og jafnvel hugsanalestur. Endilega farið nú yfir þennan lista sem fyrst og ef einhverjar athugasemdir eru,  þá senda strax auðskiljanlegar leiðréttigar á skráning@msisport.is

Setjið í subject póstsins:  Klausturlisti  svo pósturinn skili sér í réttar hendur.

Endilega notið fullt nafn á öllum aðilum og helst kennitölu. Engar langlokur um stöðuna – bara koma sér beint að efninu. Hver er hættur við, Hver flyst hvert o.s.frv. – og láta endilega fylgja hvernig endanlegt lið á að líta út.

Það er voðalega erfitt að átta sig á hver ætlar að gera hvað, þegar menn skrifa t.d.:

„Hæ! Ég er skráður með Didda í TVÍ en, Guddi er í mauki og er hættur við, svo að Silli sem ætlaði að keppa með Gunna pabba sínum, og er að fara til útlanda, tekur hans pláss en svo bætist Doddi í liðið (hann var skráður með Sjonna í fyrra!!) og þá erum við að spá í að vera bara í ÞRÍ.  Nema sko einn fari í JÁRN, þá verður það bara ég og mamma í AFKVÆMA  –  OK?“  😉

Kv. Skráningardeild VÍK

Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri

Brautarstarfsmenn á Klaustri

Undirbúningur fyrir Klausturskeppnina er í fullum gangi. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til eru meira en lítið velkomnir.

Þeir sem eru áhugasamir um að verða brautarstarfsmenn (Race Police) geta sent póst á palli@emax.is og boðið sig fram. Æskilegt er að starfsmenn komi með sitt eigið faratæki til að nota. Allskonar faratæki eru hentug fyrir þessa starfsmenn, bæði fjórhjól, mótorhjól, trialhjól og jafnvel bara gönguskór.

 

Dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið sem gildir í sumar

Hér má sjá dagskrá fyrir mótið á fimmtudaginn en klúbbarnir áskilja sér rétt til breytingar eftir þörfum og verður það gert með hliðsjón af skráningu en þó ekki á kostnað öryggis.