Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Skráningu í Klaustur er lokið – Uppselt

Nú hafa 400 manns skráð sig í TransAtlantic Off-Road Challenge keppnina á Klaustri.

Skráningu er lokið.

Gríðargóðar viðtökur

Stemmningin fyrir Klaustur virðist vera engu lík. Vefþjónninn fékk að finna fyrir því í gærkvöldi þegar menn voru hvað spenntastir eftir að klukkan myndi slá tíu. Þjónninn lifði þetta af og skráningin gekk almennt vel fyrir sig, allavega streymdu inn 85 lið á fyrstu 20 mínútunum, þannig það var svipað spennandi að horfa á skráningarnar streyma inn, eins og að horfa á startið á Klaustri 2004.

Helgi Már Gíslason náði holuskotinu og er því fyrstur á ráslínu  en hann var 5 sekúndum á undan Hákoni Inga Sveinbjörnssyni að skrá sig.

Nú eru 306 keppendur skráðir. Lesa áfram Gríðargóðar viðtökur

Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu

motogp10.gifNú styttist í skráninguna fyrir Klaustur. Til að fyrirbyggja misskilning og vesen þurfa menn að vera yfirvegaðir yfir tölvunni miðvikudagskvöldið svo skráningin gangi smurt fyrir sig. Hér eru nokkur tips fyrir verðandi keppendur:

  1. Greiðið félagsgjöldin í VÍK, eða annað félag innan MSÍ, hér og nú því allir sem keppa þurfa að vera í félagi.
  2. Veljið ykkur liðsfélaga Lesa áfram Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu

Transatlantic Offroad Challenge – Klausturskeppnin endurvakin!

Smellið fyrir stærri mynd
Brautarstæðið og gróf staðsetning brautarinnar (smellið á fyrir stærri mynd)

Já eins og legið hefur í loftinu þá hefur keppnin á Klaustri verið endurvakin. Keppnin fer fram 23. maí nk. í landi Ásgarðs sem er ca. 2 km. ofan við gömlu brautina. Gengið hefur verið frá 5 ára samningi við landeigendur um keppnishaldið og ef allt gengur að óskum munum við byggja upp aðstöðu við brautina fyrir keppendur og áhorfendur. Þessi samningur er mjög ánægjulegur og verður vonandi lyftistöng fyrir sportið ekki síður en ferðamennsku á svæðinu. Feðgarnir Eyþór og Hörður á Ásgarði og tengdasonur Eyþórs Guðmundur Vignir sem einnig er rekstraraðili Skaftárskála eiga bestu þakkir skyldar fyrir að bjóða hjólafólk velkomið á landið sitt. Það er því markmið okkar að þetta samstarf og umgengni á svæðinu öllu verði til fyrirmyndar.
Í landi Ásgarðs er líka stórskemmtileg motocrossbraut sem Kjartan á Klaustri aðstoðaði við að leggja fyrir um tveimur árum. Undirbúningur er þegar hafinn og er komnar grófar línur á keppnisbrautina. Hún verður núna mun nær þjóðveginum þannig að keppendur og áhorfendur eiga að geta fylgst mun betur með keppninni á hverjum tíma.
Skráning hefst kl. 22:00 þann 10. mars nk. hér á vefnum og það er um að gera fyrir menn að vera vel vakandi því röðun á startlínu verður „fyrstir koma – fyrstir fá“! Góðar stundir.
Stjórn VÍK

Klaustur framundan

Undirbúningur fyrir keppnina á Klaustri sem allir hafa beðið eftir er kominn vel á veg. Vanir menn hafa verið að skoða og mæla út brautarstæðið og lofa mjög skemmtilegri braut þar sem skemmtilegustu kaflarnir sem menn muna úr gömlu brautinni verða enn skemmtilegri, sandurinn verður öðruvísi og aldrei að vita nema meiri bleyta þvælist fyrir keppendum en eitt er víst að það er varla grjót að sjá nokkurs staðar í brautinni. Staðurinn er í næsta nágrenni við Klaustur og rétt hjá gömlu brautinni þannig að menn geta farið að panta sér gistingu á „sama stað og síðast“. Brautin verður nær veginum en áður og verður aðgengilegri fyrir áhorfendur sem nú ættu auðveldlega að geta fylgst með nánast öllu hlutum brautarinnar. Sem sagt, mjög spennandi allt saman, enn eru þó nokkur formsatriði ókláruð en það gengur allt saman vel. Skráning frestast því um nokkra daga en við stefnum á að hún hefjist 10. mars.

Lesa áfram Klaustur framundan

Hörkuátök hjá Drullumöllurum.

Hjalli #139 er að verða hrikalega massaður
Hjalli #139 er að verða hrikalega massaður

Eftir að staðfesting um endurnýjun Klausturskeppninnar barst, jókst áhugi fólks verulega á að koma sér í hörkuform fyrir sumarið. Allt í einu er keppnisfólk, jafnt sem aðrir, tilbúnir að leggja mun meira á sig til að úthaldið og styrkurinn verði 100% þegar kemur að átökum í Maí.  Myndavélin var tekin með á æfingu hjá einum þeirra hópa sem æfa á fullu, svona rétt til þess að leyfa öðrum að sjá hvað væri í gangi hjá þessu ferska og kraftmikla fólki.   Lesa áfram Hörkuátök hjá Drullumöllurum.