Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Tralla-enduro í 6 klst.

Þar sem Kjartan Kjartansson (Tralli) er alvarlega að íhuga að standa að „Off road challange“ keppni í 6 klst hefur vefurinn ákveðið að setja nýtt vinnuheiti að svo stöddu á keppnina þar sem „Off Road Challange“ er heiti á þekktri keppni erlendis.  Þar til annað kemur í ljós mun því þessi væntanlega 6 klst. langa keppni ganga undir heitinu „Tralla-enduro“ og hefur henni verið bætt við dagatalið hér til hliðar.

Off road challange!!!

Kjartan Kjartansson er að íhuga af alvöru að setja á fót Off Road Challange keppni 18 maí.  Um yrði að ræða 6 klst keppni þar sem menn geta keppt einir sér eða tveir saman í liði.  Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir þetta framtak náist nægileg þáttaka.  Á vef www.enduro.is hefur verið sett fram skoðanakönnun á áhuga keppanda og eru menn eindregið hvattir til að taka afstöðu.  Búast má við frekari fréttum af þessum viðburði fljótlega en Kjartan hefur sagst ætla að taka afstöðu til keppninnar eftir 3-4 vikur, eftir að áhugi keppenda liggji fyrir.  Farið því inn á www.enduro.is og takið afstöðu.