Hörkuátök hjá Drullumöllurum.

Hjalli #139 er að verða hrikalega massaður
Hjalli #139 er að verða hrikalega massaður

Eftir að staðfesting um endurnýjun Klausturskeppninnar barst, jókst áhugi fólks verulega á að koma sér í hörkuform fyrir sumarið. Allt í einu er keppnisfólk, jafnt sem aðrir, tilbúnir að leggja mun meira á sig til að úthaldið og styrkurinn verði 100% þegar kemur að átökum í Maí.  Myndavélin var tekin með á æfingu hjá einum þeirra hópa sem æfa á fullu, svona rétt til þess að leyfa öðrum að sjá hvað væri í gangi hjá þessu ferska og kraftmikla fólki.    Jón í JHM bættist í  þennan hóp fyrir stuttu. Hann er lýsandi dæmi um eilífan íþróttamann og gefur þessum ungu ekki tommu eftir. Það er eiginlega þannig að þessir ungu þurfa að hafa sig alla við til að halda í við “ Kallinn“.

Sjá myndir HÉR:

Sprikklið 18 02 10 033

Skildu eftir svar