Klaustur framundan

Undirbúningur fyrir keppnina á Klaustri sem allir hafa beðið eftir er kominn vel á veg. Vanir menn hafa verið að skoða og mæla út brautarstæðið og lofa mjög skemmtilegri braut þar sem skemmtilegustu kaflarnir sem menn muna úr gömlu brautinni verða enn skemmtilegri, sandurinn verður öðruvísi og aldrei að vita nema meiri bleyta þvælist fyrir keppendum en eitt er víst að það er varla grjót að sjá nokkurs staðar í brautinni. Staðurinn er í næsta nágrenni við Klaustur og rétt hjá gömlu brautinni þannig að menn geta farið að panta sér gistingu á „sama stað og síðast“. Brautin verður nær veginum en áður og verður aðgengilegri fyrir áhorfendur sem nú ættu auðveldlega að geta fylgst með nánast öllu hlutum brautarinnar. Sem sagt, mjög spennandi allt saman, enn eru þó nokkur formsatriði ókláruð en það gengur allt saman vel. Skráning frestast því um nokkra daga en við stefnum á að hún hefjist 10. mars.

Veitt verða 1., 2. og 3.  verðlaun fyrir eftirfarandi flokka:

  • Heildarsigurvegari
  • Járnkallinn
  • 2 manna
  • 3 manna (gildir ekki fyrir Heildarsigurvegara)
  • Kvennaflokkur (1,2 eða 3 í liði)
  • Afkvæmaflokkur (feðgar, mæðgur, feðgin, mæðgin) (2 eða 3 í liði)
  • 90 ára + (samanlagður aldur 2ja keppenda)
  • Flottasti búningurinn

3 hugrenningar um “Klaustur framundan”

Skildu eftir svar