Dakar- Mark Coma dottinn út

Mark Coma

Það er strax orðið ljóst að Dakar rallið verður öðruvísi en reiknað var með í hjólaflokki þar sem það er komið á hreint að Marc Coma(KTM) mun ekki taka þátt að þessu sinni en hann hefur ekki náð sér að fullu eftir að hafa farið úr vinstri axlalið í Maraco rallinu fyrir nokkrum vikum, framan af þá var hann viss um að ná sér og koma að fullum krafti í Dakar en svo verður ekki.

Þetta breytir heilmikið stöðunni þar sem reiknað var með að samkvæmt venju síðustu ára yrðu það Marc Coma(KTM) og Cyril Despres(KTM) myndu berjast um fyrsta sæti, þetta þýðir samt ekki að Cyril Despres(KTM)verði í rólegheita hjólatúr því það eru margir frábærir hjólarar að keppa og sumir telja jafnvel að fráfall Marc Coma(KTM)komi til með að hleypa auknum krafti í þá til að berjast um fyrsta sætið.

Eitt er víst að þegar fyrstu keppendur fara af stað 5 janúar(ekki 1 jan eins og ég nefndi áður) þá fara flestir líklega frekar rólega af stað því það vinnur engin Dakar á fyrsta degi, þetta er eins og maraþon, keppt í 7 daga, 1 hvíldardagur og svo aftur í 7 daga.

Heildarvegarlengd hjólaflokksins er 8423km en hjólin fara ekki alltaf sömu leið og aðrir keppendur, lengsti dagurinn er 852km og þar er sérleið dagsins 593km og sem betur fer þá er þetta 1 dagur eftir hvíldardag.

Hér er svo kynningatrailer fyrir Dakar 2013, sjá hér og svo er smá samantekt úr hjólflokki frá því 2012 hér.

Dakarkveðja Dóri Sveins

Skildu eftir svar