Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Áminning fyrir flaggara

Minni flaggara á stuttan hitting upp í Álfsnesi í kvöld, fimmtudaginn 23 júlí kl.20:30.  Þetta verður örstuttur fundur fyrir mótið á laugardag og eiga allir að hafa fengið póst um innihald fundarins.  Einnig getur verið gott fyrir þá sem aldrei hafa komið upp í Álfsnes að koma og skoða aðstæður.

Borað fyrir vatni á Álfsnesi

alfsnes_kort
Upphaflega Álfsnes teikningin

Nú stefnir allt í það að Álfsnes toppi á réttum tíma. Mikil vinna hefur verið lögð í brautina á undanförnum vikum og nú lítur allt úr fyrir að hún verði í frábæru formi á næsta laugardag þegar Íslandsmótið verður haldið þar.

Brautin hefur verið þurr í hitanum að undanförnu en á mánudaginn verður borað fyrir vatni sem notað verður til að vökva brautina. Reiknað er með að ekki þurfi að bora mikið niður fyrir sjávarmál og hafa rannsóknir sýnt að þar sé nóg af vatni. Fyrir keppnina verður notast við haugsugu til að vökva brautina en vonandi í framtíðinni verður sett upp vökvunarkerfi.

Í sumar voru keyrð 250 stór vörubílshlöss af trjáspæni í brautina til að geta haldið jafnari raka í brautinni yfir allt sumarið og nú kemur loksins vatnið til að setja í hana.

Aðstaðan á svæðinu var einnig stórbætt og er komið nýtt hús í staðinn fyrir það sem fauk í vetur. Auk þess er þetta hús á steyptum sökklum svo var sett rotþró og komið er klósett og rafmagn í kofann. Við startið var settur 40 feta gámur.

Brautin verður opin fram á miðvikudag en unnið verður í henni fimmtudag og föstudag (hún verður tekin algerlega í gegn).

Vinnukvöld í Sólbrekku

Vinnukvöld verður á Sólbrekkubraut miðvikudaginn 15. júlí frá kl. 19.30. Allir velkomnir, hafið með ykkur skóflur, hrífur, vinnugleði og gott skap.

Vinna verður við heinsun utan brautar. Þeir sem koma til vinnu fá miða í brautina að launum. 1 klst = 1 miði.

Stjórn VÍR

Keppnishaldari óskast

Stjórn MSÍ óskar eftir aðildarfélagi / keppnishaldara til að sjá um framkvæmd 5. & 6. umferðar Íslandsmótsins í Enduro. Keppnin skal fara fram laugardaginn 5. september. samkvæmt keppnisdagatali MSÍ. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.

Stjórn MSÍ

MotoMos námskeið fyrir alla, bæði konur og kalla!

valdiMotoMos, í samstarfi við Valda #270, standa fyrir motocross námskeiðum fyrir félagsmenn í MotoMos brautinni í sumar.
Við ætlum að hafa þetta á léttu nótunum, taka alla brautina fyrir og hafa gaman af.
Fyrsta námskeiðið byrjar sunnudaginn 28. júní, og stendur milli kl. 13:00 og  15:00,  og verða einu sinni í viku í 4 vikur.

Verðið er ekki af verri kantinum og kemur MotoMos svo sannarlega til móts við félagsmenn sína á krepputímum, en það kostar aðeins 2.500 kall skiptið (þjálfun og brautargjald).

Nú er um að gera að skrá sig í MotoMos ef þú ert ekki þegar búin/n að því og mæta á æfingar 🙂
Skrá sig í MotoMos smella hér.
Lágmarksfjöldi á hverja æfingu eru 3 þátttakendur, og þeir sem ætla að vera með þurfa að framvísa félagsskírteini og mæta með 2.500 kall á hverja æfingu.

Allir velkomnir,

Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þá póst á valdi270@gmail.com.

Krakkaæfingar hefjast í kvöld

Hér er listi yfir alla sem eru skráðir á námskeiðin hjá VÍK í sumar. Fyrir nánari upplýsingar og skráningu smellið hér.

Annars mæta menn bara með kvittun úr bankanum á fyrstu æfinguna sína og hafa Frístundakortið með (þeir sem eiga þannig).
Munið að fyrsta æfingin er í kvöld mánudag (22.júní) klukkan 18 í Bolaöldu.

Lesa áfram Krakkaæfingar hefjast í kvöld