Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:

Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.

Lesa áfram Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

Fundur um slóða á Reykjanesi

Í kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 20:00, standa Slóðavinir fyrir fundi um kortlagningu vegslóða, skipulamál, Reykjanesfólkvang og aðkomu ferðafólks að slóðamálum. Fundurinn fer fram í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3.

Framsögumenn kvöldsins verða:

Sesselja Bjarnadóttir, starfsmaður Umhverfisráðuneytisins og formaður starfshóps ráðherra um utanvegaakstur. Sesselja kynnir aðgerðir ráðuneytisins í baráttunni gegn utanvegarakstri, auk þess að kynna störf starfshópsins.

Ólafur Arnar Jónsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar og formaður átakshóps um Reykjanesfólkvang. Ólafur kynnir störf átakshópsins, stofnun og markmið, umfang vandamála, áætlun um samráð og hver staða verkefnisins er í dag. Einnig verður fjallað um hlutverk fólkvangsins og framtíðaráætlanir. Ólafur greinir frá aðkomu Umhverfisstofnunar að málaflokknum „akstur utan vega“ og þeim fjölda mála sem til þeirra berast.

Jakob Þór Guðbjartsson, formaður ferða og útivistarfélagsins Slóðavinir. Jakob fjallar um slóðamál út frá hagsmunum ferðafólks á vélknúnum farartækjum, aðferðarfræði sem nota má við skipulag slóða og framtíðarsýn.

Áhugafólk um ferðafrelsi og skipulasmál er kvatt til að mæta.

Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ
Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ

Bryndís Einarsdóttir og Bjarki Sigurðsson voru um helgina valin akstursíþróttamenn ársins af Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands. Bryndís náði góðum árangri í sumar á alþjóðavettvangi en hún endaði í 9.sæti í sænska meistaramótinu og í 31.sæti í Heimsmeistarakeppninni með 10 stig. Bjarki náði frábærum árangri i í þremur greinum í sumar sem endaði með titli í þeim öllum; snjócrossi, motocrossi og enduro. Bæði eru þau fyrirmyndar íþróttamenn jafnt innan brautar sem utan.
Lesa áfram Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

Vantar menn í stjórn MSÍ

Formaður MSÍ skrifaði grein á vefsíðu MSÍ þar sem hann óskar eftir mönnum til að bjóða sig fram til stjórnar. Einnig er grein þá sem hafa nú þegar boðið sig fram. Hér er greinarnar:

Nú líður senn að aðalþingi MSÍ sem fer fram laugardaginn 14. nóvember n.k. og hafa aðeins borist 4 framboð til stjórnar MSÍ, 3 sitjandi stjórnarmenn þeir Jóhann Halldórsson, Guðmundur Hannesson og Stefán Gunnarsson ásamt undirrituðum formanni MSÍ hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn MSÍ.

Lesa áfram Vantar menn í stjórn MSÍ

Áták gegn utanvegaakstri

Í gær var birt grein eftir Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og er hún birt hér:
Aldrei áður hafa jafn margir erlendir ferðamenn sótt landið okkar heim og á liðnu sumri auk þess sem Íslendingar voru óvenju duglegir að ferðast um eigið land. Landið og fegurð þess er ein helsta auðlind okkar sem ber að umgangast með virðingu. Hafa ber í huga að meginástæða komu erlendra ferðamanna til Íslands er íslensk náttúra og sérstaða hennar.

Óbyggðir Íslands eru eitt af örfáum svæðum í Evrópu þar sem er að finna lítt snortin náttúruleg víðerni. Slík svæði eru sérstök upplifun fyrir gesti frá þéttbýlli löndum. Hins vegar steðjar nú vá að íslenskri náttúru vegna aksturs utan vega. Akstur utan vega skapar lýti á landinu og sums staðar getur hann valdið sárum sem tekur áratugi að gróa, jafnvel aldir. Gróður á hálendinu og raunar víðar er hægvaxta og hjólför á grónu landi geta gefið roföflum lausan tauminn í viðbót við sýnileg ör. Jafnvel á lítt grónu landi geta hjólför eftir utanvegaakstur gjörbreytt ásýnd landsins. Lesa áfram Áták gegn utanvegaakstri