Vantar menn í stjórn MSÍ

Formaður MSÍ skrifaði grein á vefsíðu MSÍ þar sem hann óskar eftir mönnum til að bjóða sig fram til stjórnar. Einnig er grein þá sem hafa nú þegar boðið sig fram. Hér er greinarnar:

Nú líður senn að aðalþingi MSÍ sem fer fram laugardaginn 14. nóvember n.k. og hafa aðeins borist 4 framboð til stjórnar MSÍ, 3 sitjandi stjórnarmenn þeir Jóhann Halldórsson, Guðmundur Hannesson og Stefán Gunnarsson ásamt undirrituðum formanni MSÍ hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn MSÍ.

Stjórn MSÍ skipa 4 stjórnendur auk formanns og 3 varamanna þannig að ljóst er að enn vantar vel uppá að skipa fulla stjórn. Einnig vantar framboð til setu í nefndum og er þar helst að telja Sno-Cross, Moto-Cross og Enduro nefndir en þær þurfa að koma að skipulagningu og mótun keppnishalds auk annara mála.

Töluverð fækkun varð á keppendum árið 2009 frá fyrri árum og er það nokkuð áhyggjuefni og er það afar brínt að stjórn MSÍ fái til liðs við sig öfluga einstaklinga sem vilja öflugan framgang íþróttagreinanna sem innan okkar sambands eru. Nú er klárlega rétti tíminn fyrir þá einstaklinga sem vilja koma að mótun sportsins okkar að stíga fram og gefa kost á sér til starfa.

Formannafundur aðildaarfélaga MSÍ mun einnig fara fram laugardaginn 14. nóvember og hvet ég félagsmenn sem hafa hugmyndir sem geta reynst sportinu til framgöngu að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri við sína formenn og við stjórn MSÍ. Á formannafundinum verða lagðar línurnar fyrir næsta ár og því rétti tíminn til þess að koma sínum hugmyndum að.

Ég vill svo hvetja keppendur og félagsmenn til þess að fjölmenna á glæsilega uppskeruhátíð MSÍ sem fer fram á laugardagskvöldinu 14. nóvember. á veitingastaðnum Rúbín við Öskjuhlíð og rétt að minna á miðasölu líkur eftir viku en aðeins um 150 miðar eru til boða.

kær kveðja,

Karl Gunnlaugsson

Formaður MSÍ

í dag kom svo framhaldsgrein

Sæl öll,
þá eru aðeins nokkrir dagar til formannafundar og ársþings MSÍ.

Eftirfarandi framboð hafa borist:

Til formanns:
Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ gefur áframhaldandi kost á sér til formanns.

Til stjórnar:
Jóhann Halldórsson gjaldkeri MSÍ gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Guðmundur Hannesson stjórnarmaður MSÍ gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Stefán Gunnarsson stjórnarmaður MSÍ gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.

Að auki framboð til stjórnar:
Ásgrímur Pálsson formaður VÍR.
Jón Ágúst Garðarsson félagsmaður í VÍK.
Þóroddur Þóroddsson félagsmaður í VÍK.

Ragnir Ingi Stefánsson félagsmaður í VÍK hefur jafnframt líst yfir vilja til
að starfa með stjórn eða í nefndum innan sambandsins.

Ég hef lagt til við stjórn MSÍ að sambandið komi að keppnishaldi í
Íslandsmótaröðum 2010 með aukinn fjárstuðning og er hugmyndin sú
að aðildarfélag sem heldur Íslandsmót fái tímatökubúnað og mann að
kostnaðarlausu auk þess sem MSÍ borgi fyrir tryggingu. Er þetta beinn
stuðningur að upphæð u.þ.b. 90.000,- fyrir viðkomandi félag sem þýðir
90.000,- meira í kassann eftir viðkomandi mót.

Moto-Cross er í ágætum málum og ólíklegt að við hreyfum þar við nokkru
nema að einhverjar tillögur komi fram. 5x Íslandsmót eins og verið hefur
og gaman væri að sjá Sauðárkrók aftur með mót á sýnu glæsilega akstursíþróttasvæði.

Enduro hefur orðið fyrir barðinu á umtalsverðri fækkun keppenda og þar þarf
að huga að hugsanlega breyttu keppnisfyrirkomulagi. Við höfum í rúmlega 10 ár
keyrt Ennduro keppnir eins og „Cross Country“ og það er spurning að breyta nafninu
á þessari keppnisgrein og endurhugsa keppnisfyrirkomulagið í þá átt.

Ískross var keyrt með miklum sóma 2009 og á félagið á Mývatni heiðurinn af því,
þeir hafa reyndar beðist undan að halda 3 mót 2010 en eru tilbúnir í 1 mót þannig að
til þess að geta viðhaldið Íslandsmótaröð í Ískross þurfum við tvö aðildarfélög til þess
að halda hin mótin.

Sno-Cross keppnishaldið er í lægð og þar er töluverð vinna framundan við uppbyggingu.
Samhliða Sno-Cross er hugsanlega hægt að keyra einhverskonar annað keppnisform á
vélsleðum samanber samhliðabraut og fjallarall.
Að þessu þurfa að koma aðildarfélög sem hafa aðstæður til slíks.

Á liðnu ári stóð til að MSÍ myndi halda námskeið í keppnishaldi sem því miður varð ekki
af. Tímaleysi er ein helsta skýringin og það ástand sem skapaðist eftir 1. október í fyrra.
Reynt verður eftir fremsta megni að koma þessu á í vetur.

Tímatökubúnaður MSÍ og framkvæmd á tímatökum þetta árið var ekki eins og best verður
á kosið, helstu ástæður þessa voru mannekla og eða of margir hvernig sem við viljum á það
líta. Vandamálið var 5 tímatökumenn sem sáu um 8 Íslandsmót (MX / Enduro), ég er ekki að
setja útá þá einstaklinga sem að málinu komu heldur er ég að benda á ólíkar aðferðir við frágang
gagna og að enginn fylgdi málinu eftir til þess að menn stigu sama dansinn !
Þetta er klárlega eitthvað sem við verðum að finna lausn á og vantar okkur sárlega mann (eða tvo)
til þess að fóstra tímatökubúnaðinn og sjá um tímatökur á vegum sambandsins.
ATH. þetta er launað starf, 40.000,- fyrir hvert mót.

Karl Gunnlaugsson, formaður MSÍ:

Skildu eftir svar