Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:

Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.

Moto-Cross, boðaðar helstu breytingar. Keppt verður í 2x Moto í öllum flokkum í Íslandsmeistaramótum 2010. Hámarks vélarstærð í MX2 og Unglingaflokki verður 250 cc., 2T og 4T (þetta er fyrirkomlag sem tekið var upp í AMA series 2007) en að öðru leyti gildir reglugerð 507/2007 um lágmarksaldur til þess að stjórna keppnishjóli. Veitt verða verðlaun í 85cc flokki fyrir 3 efstu sætin eins og verið hefur og að auki fyrir 3 efstu á aldrinum 12-13 ára. Veitt verða verðlaun í Unglingaflokki fyrir 3 efstu líkt og verið hefur og að auki fyrir 3 efstu 14-15 ára. Verðlaun fyrir 85cc 2T og 125cc 2T sem veitt hafa verið falla niður. Haldnar verða 5 keppnir sem gilda allar til Íslandsmeistara. Líklegt er að keppendur komi að flöggun á keppnisstað eftir nánari útfærslu og ákvörðun nefndarinnar.

Enduro: nafninu verður breytt í“X-Country Þolakstur“ haldin verða 3 Íslandsmeistaramót. Meistaraflokki verður skipt í XC1 og XC2 (lítil og stór hjól), en ekki er enn ákveðið hvar sú skipting liggur. Aksturstími verður 1x 150 mín. (ekki endanleg útfærsla) Keppt verður í tvímenning líkt og verið hefur, hugsanleg takmörk verða sett á getu ökumanna, aldurskiptingu og eða fjölda hringja sem hver keyrir í einu. B flokkur: allar vélastærðir leyfðar, keppt verður í +40, kvenna og 85cc ef næg þátttaka fæst. Aksturstími verður 1x 75 mín. (ekki endanleg útfærsla). Við brautarlagningu verður tekið mið af reglum í USA, þ.e. að allar brautir vel færar öllum hjólum.

Þetta eru helstu punktar frá því sem samþykkt var og kemur keppnisnefnd MSÍ til með að koma með endanlegar útfærslur fyrir stjórn MSÍ, miðað er við að þetta verði birt á msisport.is ekki seinna en 5. janúar 2010

Hvað varðar keppnishald í „hard“ Enduro þá er að sjálfsögðu allt opið með það og geta aðildarfélög sett upp mótaraðir eða einstök bikarmót eftir sínu höfði.

Stjórn MSÍ

8 hugrenningar um “Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi”

  1. Já sæll, engar athugasemdir komnar nú er ég hissa.
    Þetta eru ekki alslæmar tillögur.
    Þessi tvö moto í MX hvað löng ? 2×25 eða 2×30 ?
    250 two stroke og four stroke ? hljómar vel í mín eyru.
    Líst vel á X-Country. Er til í að taka að mér að taka út brautir fyrir keppni.

    Spurning um að skipta kvennaflokki A og B eða aldursskipta flokknum (er að tala um opna flokkinn)
    Man að það fjölgað helling hjá okkur strákunum þegar það var settur á B flokkur (byrjendur)

    Kv
    #10 Haukur

  2. Ööö Jú!! Ég er með spurningu!
    Er verið að segja að það megi vera á 250 two stroke í unglingaflokki á móti 250 four stroke?
    Og afhverju er verið að búa alltaf til einhverja aukaflokka innan flokkanna eins og td. 85cc 12-13 ára og unglinga 15-16 ára? Eiga ökumenn ekki að fá að vinna sig upp í verðlaunasæti eða eiga þeir bara að geta siglt þetta í rólegheitum af því þeir ná hvort sem er 1.2.eða 3ja sæti í sínum flokki sökum aldurs eða kúbiktommustærðar?
    Mér finnst þetta ekki hvetjandi fyrir ökumenn i þessum flokkum, það er að mínu mati meiri hvatning að þurfa að hafa fyrir því að sigra viðkomandi flokk á réttum forsendum. þ.e bestir.
    En það er bara mín skoðun og óvíst að hún sé endilega rétt.
    En aftur á móti sé ég það, að þetta kerfi er hvetjandi fyrir nýja og óreynda þátttakendur og þá kanski fjölgun keppanda, getur það verið pælingin með þessu.

    Og eins og Haukur segir þá væri gott að vita hve löng motoin ega að verða.

    Nikki.

  3. Þetta með nafnið er að sjálfsögðu stórmál og ætti sennilega að vera (hugmynd)
    „Torfæruhjóla þolaksturs utanvega sveitakeppni“ 🙂

  4. Lýst vel á þetta, snilld með 250cc 2T v.s. 4T ,þeir hjá American Motorcyclist Association hafa örugglega breytt þessu fyrir Valda !! 😉
    Og mín tillaga fyrir „X-country“ er; Sveitaaksturs-þolraun.

  5. Það er fyrir löngu búið að þýða orðið x-country og það er: Víðavangsþolakstur samanber víðavangshlaup.
    En að öllu gríni slepptu þá er búið að byggja upp ágætis vörumerki í kringum „enduro“ á Íslandi síðasta áratuginn og ég sé ekki að nýtt nafn bjargi því sem bjarga þarf í enduróinu. Vandamálið hefur aðallega legið í aðstöðu og óskildgreindri aðferðarfræði við brautarlagningu. Þar sem taka á á þeim málum held ég að rebrandingið (nýja nafnið) sé ofaukið og skapi bara rugling. Þeir sem hafa áhuga á að halda hardendurokeppnir ættu að leita sér að sínu eigin nafni á þetta.
    Er einhver áhugi á að láta meistaradeild og Baldursdeild ræsa saman? Baldursdeildin yrði bara flögguð út eftir 75mín?

    Annars líst mér vel á þetta, nú geta menn farið að taka fram áfyllingarbúnaðinn frá gullaldarárum Castrol liðsins.

  6. mér finnst nú þetta x-country nafn frekar hallærislegt. Enduro er bara fínt.
    Mér er svo sem alveg sama þó 12-13 ára fái sérstök verðlaun fyrir árangur innan viss flokks, aðalatriðið er að dagskrá dagsins verði ekki mikið lengri en hún er núna. Ef við eigum að gera þetta líkara sem þetta er í útlöndum vantar motocross flokka fyrir gamla fólkið (35+ 45+) og venjulega keppendur þ.e. B og C flokk. Það er fólkið sem brosir hringinn í lokin (og skapar fullt af tekjum).

Skildu eftir svar