Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

GNCC video

Félagar okkar í Ameríku sendu okkur þetta myndband frá einni umferðinni í ameríska endúróinu (GNCC) sem haldið var á skíðasvæðinu Snjóskeifan í Vestur-Virginíu. Nokkuð flott framkvæmd þarna á ferðinni.

[flv width=“500″ height=“350″]http://racerx.vo.llnwd.net/o15/20100629-Snowshoe.flv[/flv]

Skemmtikeppni

Ég vil byrja á að þakka öllum þeim sem hafa verið að svipast um eftir hjólinu mínu eftir að því var stolið 1. júní. Sérstaklega vil ég þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða upp á tilvonandi keppni sem á að styrkja mig til að laga hjólið ef það finnst eða til að kaupa annað.

Það hafa verið erfiðir dagar síðan hjólið hvarf, en það sem ekki drepur mann herðir mann í staðin. Allir hafa verið velviljaðir í minn garð og til í að hjálpa mér og vil þakka öllum sem hafa hjálpað á einn eða annan hátt við þessa miklu leit af hjólinu.

Lesa áfram Skemmtikeppni

Hálendið opið fyrir umferð

Kort Vegagerðarinnar
Kort Vegagerðarinnar

Nú hafa nær allar leiðir á hálendinu opnað fyrir umferð, gott er þó að hafa varann á því djúp úrrennsli eru gjarnan þvert á slóða svona snemm sumars. Svo er bara að muna eftir því að taka tillit til annarra útivistarhópa og vera okkur hjólafólki til sóma.

..Góða ferð

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

Sendu mótmælapóstkort til umhverfisráðherra

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð frá okkur fólkinu í landinu. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á www.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Skoðið kynningarblaðið „Verjum ferðafrelsið“ sem fylgir Fréttablaðinu þriðjudaginn 22. júní og sjáið myndir frá þessum fallegu ferðamannaleiðum sem á að loka.

Látum ekki sérhagsmunahópa og ferðaþjónustufyrirtæki komast upp með að eiga einkarétt á fallegum ferðaleiðum. Tryggjum rétt hins almenna íslenska ferðamanns til að geta skoðað allar okkar fallegu ferðamannaperlur. Verjum einnig rétt aldraðra, fatlaðra og barna til að geta ferðast um landið okkar.

Guðmundur G. Kristinsson

Styrktarkeppni fyrir Hjört 11. júlí

Eins og margir vita þá var hjólinu hans Hjartar Líklegs Jónssonar stolið nýverið og hefur ekki enn fundist. Líkur á að hjólið finnist fara því miður minnkandi og því hefur stjórn VÍK ákveðið að halda styrktarkeppni í enduro í Bolaöldu sunnudaginn 11. júlí nk. Allur ágóði af keppninni mun renna í styrk til Hjartar til að endurnýja hjólið nú eða til að lagfæra það ef það finnst að lokum.
Hugmyndin er að halda sannkallaða skemmtikeppni í enduro þar sem allir keppa á jafnréttisgrundvelli, sér og öðrum til skemmtunar og fyrir gott málefni. Hjörtur mun sjá um skipulagið á keppninni og hver veit nema gamla góða hlaupastartið verði endurvakið! Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar en við hvetjum alla til að taka daginn frá og taka þátt.
Kveðja, stjórn VÍK.