Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Kári sigraði fyrir Norðan

flag.jpgKári Jónsson heldur áfram að vera í algjörum sérflokki í Íslandsmótinu í Enduro. Hann kom í mark tveimur og hálfri mínútu á undan næsta manni og var hans besti hringur um hálfri mínútu betri en næsta manns. Hann náði forskoti alveg frá byrjun og þurfti aldrei að líta um öxl. Björgvin Sveinn Stefánsson varð annar og Daði Erlingsson þriðji.

Í tvímenningi sigrðuðu heimamennirnar Finnur Aðalbjörnsson og Guðmundur Hannesson. Guðbjartur Magnússon sigraði í 85cc flokki og Guðfinna Gróa Pétursdóttir í kvennaflokki. Björn Ómar Sigurðarson sigraði í Baldursdeild og Magnús Guðbjartur Helgason í B40+ flokki.

Aðstæður á Akureyri voru hinar bestu. Frábært veður, góð braut með miklu flæði og mörgum nýjum skemmtilegum leiðum. Framkvæmd keppninnar var í sama klassa og veðrið, allt gekk mjög vel fyrir sig hvort sem var við startið eða í brautinni og eiga norðanmenn skilið mikið og gott hrós fyrir góða vinnu.

Tveir af okkar bestu enduroökummönnum kepptu ekki í keppninni að þessu sinni. Valdimar Þórðarson var að eignast sitt annað barn í vikunni óskum við honum til hamingju með það. Einar Sigurðarson var hinsvegar á hliðarlínunni í dag.

Lesa áfram Kári sigraði fyrir Norðan

Akureyringar og nærsveitungar athugið

Á morgun fer fram önnur umferðin í Íslandsmótinu í Enduro. Við mælum með að eyða þessum annars frábæra degi í að fylgjast með keppninni sem fer fram á svæði KKA í Hlíðarfjalli.

B-flokkur hefur keppni klukkan 12 og Meistaraflokkur klukkan 13.45 og lýkur keppni um klukkan 16.30

Ágætis skráning í endúró á Akureyri

Önnur umferðin í Enduro Cross Country Íslandsmótinu fer fram á Akureyri á laugardaginn. Ágætis skráning er í mótið og eru alls tæplega 100 skráðir til leiks í 7 flokkum. Spáð er hitabyljgu á Norðurlandi á laugardaginn og Akureyringar hafa lofað braut með góðu flæði þannig að allt stefnir í frábært mót. Þeir sem eru fyrir norðan ættu að fylgjast með upplýsingum um vinnukvöld á kka.is

Hér er listi yfir alla skráða.

Frábær stelpuendúróferð afstaðin

Stelpurnar ásamt aðstoðarmönnum

27 stelpur skelltu sér í stelpuenduro sunnudaginn 13. júní í boði Blue Mountain og Moto.
Það rigndi eldi og brennisteini snemma um morguninn en komið var blíðskaparveður þegar hópurinn var klár og hélst það út daginn. Það var Haukur #10 sem tók að sér að leiðbeina stúlkunum áður en farið var af stað og voru þær að sjálfsögðu sáttar með það.
Hópurinn skiptist í 2 hópa, lengra komnar og styttra, en öllum gekk ótrúlega vel. 3 karlmenn voru fengnir til að aðstoða hópinn en það voru Haukur, Arnór og Ásgeir í Aukaraf. Þeir stóðu sig með prýði og fá miklar þakkir fyrir.
Kalli og Helga í Moto tóku síðan á móti hópnum eftir rúmlega 2 tíma keyrslu, með frábærum veitingum, grilluðu pylsur, kjúklingaleggi ofl. Takk fyrir það!! Hluti hópsins hafði ekki fengið nóg af hjólamennsku og skellti sér í smá brölt eftir veitingarnar.

Lesa áfram Frábær stelpuendúróferð afstaðin

Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Vonarskarð á hjóli
Vonarskarð á hjóli

Frestur til að skila inn athugasemdum við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs rennur út þann 24.júní.
Verndaráætlunin hallar talsvert á ferðafólk vélknúinna ökutækja og því hvetjum við ALLA til þess að skila inn athugasemdum (já líka ÞIG).
Verndaráætlunin gengur jafnvel svo langt að loka torfærum slóða um Vonarskarð, fyrir allri umferð nema gangandi, þó svo að gangandi umferð um Vonarskarð hafi í gegnum tíðina verið nánast óþekkt.

Talsverð slóðagrisjun er í gangi og mun Ferðaklúbburinn 4×4 að því tilefni senda út kynningarblað með Fréttablaðinu þriðjudaginn 22.júní þar sem fjallað er um lokun leiða.

Lesa áfram Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður fólksins?

Muna skráningu í Endúrómótið

Nú er tæp vika í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Endúró. Keppnin verður haldin á Akureyri og er skráningin á www.msisport.is og lýkur henni á þriðjudagskvöld kl. 23.59.